Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 20

Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 20
138 Ásnnindur Guðmundsson: April-Maí. stendur upp í einu, snýr sér við í átlina til dyra og hneigir sig'. Hann er að heilsa með djúpri lotningu sabbatsdeginum nýja. Við Magnús fáum aðeins horn- auga, og það ekki blíðlegt frá sumiim. Hvísla þeir að okkur förunautarnir, að einhverja gruni, að við munum ekki Gyðingar og séum við því mjög óvelkomnir. Síðan snýr söfnuðurinn aftur innar og' þylur og sönglar í sí- fellu. Stjórn er á engu betri en fyr, nema síður sé. Við spyrjum förunauta okkar, hvort við getum ekki fengið að sjá svipmeiri guðsþjónustu neins staðar annars stað- ar en í þessum samkundum. „Jú“, segja þeir, „hjá Kas- ídím“. Þykir okkur nú heldur vænkast málið, því að svo nefndust Farísear til forna, Kasídím eða Asídear, þ. e. hinir guðhræddu. Biðjum við förunauta okkar að fvlgja okkur til þeirra bið bráðasta. III. Við heimsóttum Kasídím bæði frá Póllandi og Ung- verjalandi, og dvöldumst lengst Iijá lnnum síðarnefndu. Samkomuhús þeirra minnti mig á íslenzka sveitakirkju. Innst var einskonar altari og lögmálið, „liattóra“, geymt þar í skáp. Framan á henni var letrað hebreskum bók- stöfum upphaf boðorðanna. Og er þetta helgidómur hvers samkunduliúss. Engar myndir eru inni, því að það getur ekki samrýmzt lögmálinu að dómi Gyðinga, og' komi það fyrir, að þeir haldi guðsþjónustu í salakynn- um skreyttum myndum, þá er vandlega breytl yfir þær á meðan. Stjórnandi guðsþjónustunnar, skrýddur hvít- um sloppi, stendur fyrir framan helgidóminn, en söfn- uðurinn situr á bekkjum eða hægindum við langborð. Eru þau sætin einkum ætluð öldungunum, og sitja þeir þar hlið við lilið, hvítir á hár og skegg, rauðeygir, með niðurhjúgt nef, sumir fallegir á svip, en aðrir blendnir oð skuggalegir. Þykir okkur merkilegt að skoða þessi mikilúðgu andlit, rist djúpum rúnum með óteljandi svipbrigðum. Við erum horfnir í anda til tíma Gamla

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.