Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 22

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 22
140 Ásinundur Guðmundsson: Apríl-Maí. alskeggjaður, jarpur á brún og brá, og í brúnum kufli. Hann syngur liæst og aidí þess bezt af öllum, og verður okkur starsýnt á hann. Hann rær sér ofsalega, eins og hann sé frá sér numinn og viti livorki í þennan heim né annan. Yið efum það, að liann þoli þetta hörkuerfiði öllu lengur, og búumst við, að hann slengist niður þá og þegar froðufellandi. En ekki verður af því. Þegar liæsl stendur, gengur aldraður maður um milli bekkja með tóbaksdósir á lofti og býður í nefið. Er það vel þegið, og jafnvel smápattar seilast ofan í dósirnar. Ekki fer þetta fram lijá Erpi okkar, þótt hann liafi ærið fyrir stafni, heldur rennir hann til dósanna girndarauga og fær sinn skammt vel úti látinn. Síðan herðir hann róð- urinn á ný. IV. Við dveljumst lengi þarna inni, og að lokum lirífur guðsþjónustan mig á vald sitt. Það fjarar frá, sem mér virtist broslegt og' andkannalegt, en nýr lífsstraumur brýzt fram úr djúpunum. Öld af öld allt frá Móse dög- um og upphafi ísraels hefir guðsþjónusta þjóðarinnar veitt henni kraft og svölun. Þar liafa verið snortnir innstu hjartastrengir þjóðarinnar, og þangað hefir hug- ur hennar stefnt: „Eins og hindin þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó, Guð. Sál mína þyrstir eftir Guði, hinum lifanda Guði, livenær mun ég fá að koma og birt- ast fyrir augliti Guðs? .... Hví ertu sál mín hrelld og harmþrungin? Vona á Guð, því að enn mun eg fá að lofa liann, hjálpræði auglitis míns og Guð minn“. Ungu drengirnir minna mig á Jesú. Svona sat hann í samkunduliúsunum í Nazaret og fylgdist af lífi og sál með öllu, er fram fór. Og er hann var orðinn fulltíða maður, segir um hann: „Hann gekk á hvíldardeginum, eins og hann var vanur, inn í samkunduhúsið“. Var ekki þessi guðsþjónusta hér að meira eða minna leyti í likingu við samkunduguðsþjónustu á lians dögtun,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.