Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 27

Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 27
Kirkjuritið í samkunduhúsum Jerúsalem. 145 er „tóra“ aftur setl i umbúðir sínar og borin um með likum hætti og áður og síðan látin í skápinn. Þá hefst prédikun Wilhelms læriföður. Hann leggur út af frásögn í 25. kap. 4. Mósebókar um hjáguðadýrk- un ísraelsmanna og hórdóm með Móabsdætrum og dauðarefsingu, er Pínehas prestur leggur á ísraelsmann og móabítiska konu. Þegar hann vandlætti svo vegna Jahve, stöðvaðist reiði guðdómsins. Prédikáranum þyk- ir Pinehas liafa unnið afreksverk, er hann lagði þessi hjú i gegn með spjóti. Hann hafi gjört þetta að boði Urottins. En það sem Pínehasi hafi leyfzt, levfist ekki öllum. Mörgum öðrum geti verið það alls óheimilt. Svo muni t. d. vera yfirleitt um öll þau morð og hrvðju- verk, sem nú séu unnin í Gyðingalandi. Aðeins þá, er Hyðingur telur það vilja Guðs, á hann að drepa menn. Þá getur það verið afreksverk lil blessunar eins og hetju- dáð Pínehasar. Annars gildir 5. boðorðið: Þú skalt ekki uiann vega. Með þessum orðum á hebresku lýkur ræð- unni. Framburður læriföðurins er mjög viðfeldinn og hlátt áfram, en ekki virðist mér hann flytja beinlínis fi'iðarboðskap. Mætlu eflaust margir féndur Gyðinga verða iiöfði styttri fyrir honum. Eg vonast hálfvegis eftir því, að rabbi Wilhelm blessi að lokum yfir söfnuðinum með nafni Jahve. En það verður ekki. Það mun aðeins gjört á stórhátíðum. Eftir prédikunina tekur forsöngvarinn aftur til og ýkur hlutverki sínu af mikilli prýði. Er þá guðsþjón- ustan á enda. Við þökkum rabbí Wilhelm og forsöngvaranum og höldum lieim. Okkur er það ljóst, að þessum guðsþjón- ustustundum í samkundum Civðinga munum við aldrei gleyma. Ásmundur Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.