Kirkjuritið - 01.04.1945, Síða 32
150
Óskar J. Þorláksson:
Apríl-Maí.
undirstaða allrar sannrar gæfu og blessunar. Lífsreynsla
liinna ólíkustu manna hefir staðfest þetta.
Allur lieimurinn kannast við forsætisráðherra Breta,
W. Churchill og dáist að leiðtogahæfileikum lians. Fyrir
ekki alllöngu, er hann flutti ræðu á fundi leiðtoga at-
vinnurekenda og verkamanna í Bretlandi, fórúst honum
þannig orð:
„Mér finnst stundum, að æðri öfl skerist í leikinn með
okkur. Mér er þetta fullkomin alvara. Ég hefi það
stundum á tilfinningunni, að leiðandi hönd sé að verki
með okkur. Mér finnst stundum, að við eigum okkur
æðri verndara, af því að við eigum mikilfenglegan mál-
stað, og að við munum lialda áfram að eiga þennan
verndara, meðan við þjónum málstaðnum af trú-
mennsku“.
Er það ekki þessi sannfæring um vernd Guðs og styrk,
sem alltaf hefir gefið mönnunum þrek til þess að fram-
kvæma það, sem öðrum hefir fundizt vonlaust eða ó-
mögulegt.
Kristin lífsskoðun vill efla hjartsýni og framþróun
menningarinnar á grundvelli trúar, réttlætis og bræðra-
lags. Það er hverri þjóð blessun, að trúarlíf hennar sé
áhrifamikið til sóknar og varnar í baráttu lífsins, til dáð-
ríkra athafna og drengilegrar þjónustu.
Frá Bretlandi var nýlega sögð eftirfarandi smásaga:
„Mikil loftárás var gerð þar á borg eina, svo að margir
særðust eða biðu bana. Allir, sem eitthvað gátu, voru
önnum kafnir við björgunarstarfið. Lítill drengur bar
á bakinu særðan bróður sinn, er var miklu stærri en
liann sjálfur. Einhver, sem mætti þeim, sagði við litla
drenginn: „Þú liefir þunga byrði að bera, litli drengur“.
Drengurinn svaraði strax, og varð svar lians landfleygt
í Bretlandi: „Það er ekki byrði, það er bróðir minn“.
Þetta hugarfar þurfum vér að eignast í þjóðlífi voru,
því að þegar þjónustan er ekki lengur byrði, heldur kær-
leiksfórn, þá er framtíðinni borgið.