Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 37
Kirk juritið
Landið helga.
Eftir
Lamartine.
Eg svifið hefi’ ei sandins strind,
á sviðvís eyðimerkur-hlés,
né mund í Hebrons laugað lind,
að lundi svölum pálmatrés;
né hælað taugar tjalds um kveld,
þars tærður Job i ösku lá;
né dreymt und strigadúksins feld,
þann draum, — sem Jakob forðum sá!
Hér heims blaðsíða’ er óskýrð enn:
Hve eru Kaldeu stirnin skær! —
Hve hljómar jörðin um helga menn! —
Hve hjartað slær, þars Guð er nær! —
Hve grár er brattsteins bogi að lit,
þars býr enn forni andinn sér
og andvarpar í öræfaþyt, —
sem auðnir sandsins gegnum fer.
Eg þjóða heyrt ei hefi köll
í hlynum þínum, Libanon!
Þars Týrus rústum er í öll,
né arnar hefi’ eg litið son!
I Tadmors hofa klettakví,
ég kristins manns ei gjört hefi bæn;
né Memnons ríkis reið eg i
mín raunaspor — fljótshéruð væn.
Við þína helga eg heyrði unn,
ei harmakveinin, Jórsalir!
lík þeim, — sem öllum lýð eru kunn, —
er liðu’ af munn þars spámanns fyr.
Né hefi eg leynihelli þann ■—
sem höfuðskáldið kónga byggt —
þar hræra elds hann fingur fann,
við fiðlustrengjum hjartans tryggt!