Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 41

Kirkjuritið - 01.04.1945, Page 41
Kirkjuritið Martha María Helgason. 159 hjó þar hálfan vetnrinn. Á ég margar góðar minningar frá þessum tímum. Eins og sveitabörnum er títt, var ég ákaflega feiminn við þetta tigna fólk og öll fínheitin. Aldrei hafði ég séð slík ósköp af málverkum á veggjum, stóra spegla og inargt fleira, eins og i stórustofunni i Bankastræti 7. Sú stofa var virkilega falleg, full af gömlum erfðavenjum °g menningu, þungbúin að vetrinum, hak við dökk gluggatjöld, en björt og sólfyllt, þegar „sumargardínurn- ar“ komu að vorinu. Og ekki liækkaði það lnigrekkið að vita af hinni dönsku frú. En það var ekki auðvelt að lialda feimni sinni á þessu heimili. Og' það verð ég að segja, að þó að liúsbóndinn væri hverjum manni viðfeldnari og laus við allt dramb °g broka, þá held ég þó, að frúin hafi verið ennþá lægnari að eyða hverjum ótta og fá menn til þess að „vera eins °g Iieima hjá sér“. Hennar kyrrláta og þó ákveðna fram- koma ruddi burt öllum hömlum. Maður var „heima“ á beimili liennar, um það var engum blöðum að fletta. Og eitt þótti mér merkilegt að atlmga. Það var ekki laust við að ég kæmi úr sveitinni með þá hugmynd, að hfið yæri heldur en ekki Iiægt iijá höfðingjunum í Heyl yjavik. En hér varð önnur raunin á. Ég liafði oft seð menn hafa lítið að gera á heimili foreldra minna i sveitinni, að vetrinum, en aldrei á heimili þeirra höfö- lngshjóna, sem ég var nú kominn til. Þar var sífelld vinna. Húshóndann þekkja margir og það, livílík hamhleypa bann var. Hefi ég minnzt þess annarsstaðar. En frúin var enginn eftirhátur hans að starfsþreki, þó að minna sjáist »u eftir á, eins og jafnan er um verk húsmæðranna. Það Var mikið að gera á stóru heimili í þá daga, og fátt, er lótti störf húsmæðranna. Kolaofnar í hverju herbergi og saegur olíulampa, varla dúkur á nokkru gólfi, en stærð ibúðanna mikil og érfiðara miklu um alla aðdrætti og útveganir til heimilis. Þó að auðveldara væri þá að fá bjónustustúlkur, varð starl' húsmóðurinnar ákaflega

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.