Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 45
Kirkju ritiö
María Elísabel Jónsdóttir.
1(53
ungu fólki á Eyrarbakka að leika á bljó'ðfæri, og béll
því áfram, meðan hún átli þar lieima.
17. september 1893 giftist hún prestaskólastúdent Pétri
Helga Hjálmarssyni, sem átti þá eftir tæplega ár við
nám. Faðir Jiennar var þá látinn, og fluttist móðir henn-
ar, systir og fósturdóttir prestshjónanna, Karen ísaks-
dóttir, með henni til Reykjavíkur. Bjuggu þau þar næsta
vetur, og var engan áhyggjusvip að sjá á fjölskyldunni,
l>ótt ekki væri úr miklu að spila, livað fjármuni snerti.
Var þar oft glatt á kvöldin, þegar húsmóðirin studdi á
strengi eða nótur og söng'.
Þegar maður hennar hafði lokið umbættisprófi, um
miðjan ágústmánuð 1894, fór fjölskyldan öll norður til
Húsavíkur, þar sem þau hjónin stunduðu kennslu næsta
vetur. 25. ágúst 1895 var Pétur Helgi vígður til Helga-
staðaprestakalls í Suður-Þingeyjarprófastsdæmi, og
Huttist með fólk sitt þangað um liaustið. Ekki var bú-
stofninn mikill, sem þau byrjuðu með, en þau voru á-
hugasöm og litu vonglöð fram á veginn. — Seinni liluta
n*sta vetrar brugðu þau sér í skemmtiferð upp í Mý-
vatnssveit, til þess að heimsækja foreldra bans, en á
■neðan þau voru þar, brann bærinn á Helgastöðum að
'nestu leyti, og þar með nálega allir innanstokksmunir
þeirra.
Ekki var byrjunin álitleg, en þó bafa þau, ef til vill,
*U|ggað sig við orðtækið gamla, að betri væri húsbruni
a ^yi'sta búskaparári en hvalreki. — Þá tjáði lítt að hrópa
•'l stjórnarvaldanna og biðja um steinhús á prestssetrið,
presturinn varð sjálfur að brjótast í því að útvega sér
lán og byggingarefni og reyna að koma einhverju skýli
llPP> yfir höfuð sér.
Næsta sumar var reist timburhús á brunarústunum, og
þegar ég kom til þeirra um þær mundir, var spaugað
e,ns °g áður, og' enn leikið á liljóðfæri og sungið. Þá
komu harðinddaár, og skuldir hvíldu þungt á herðum
þeirra, en eftir að þau fluttu að Grenjaðarstað árið 1907,