Kirkjuritið - 01.04.1945, Side 61
Kirkjuritið
Nýr sáttmáli.
179
III.
Yeröld vor er nú sundurflakandi í sárum, er lengi
verða að gróa. Svndagjöld hins liðna yerða eigi greidd á
einu augabragði; harmasár þess horfna munu lengi
sjást. Miljónir og aftur miljónir manna sjá nú í rústum
það, er þeir hugðu á traustum grunni reist. Innan um
hrundar rústir, innan um grafir dauðra, reika nú fálm-
andi og leitandi sálir, er þrá ljós yfir lífsveginn dimma
og kraft til að komast áfram á grýttri braut. Hvers
þarfnast þeir þá fremur til veganestis og farareyris út
á brautir örðugrar l'ramtíðar en vissunnar um það, að
góður Guð vill gjöra við þá nýjan sáttmála, rita lög-
mál sitt í lijörtu þeirra, og jafnframt fyrirgefa þeim
gamlar misgjörðir, ef þeir vilja nú hneigja hug sinn til
Iians, ])egar ógnirnar eru liðnar hjá.
Boðskapur kristinnar trúar er þessi í dag til allra
manna og þjóða: Guð vill gjöra við þig nýjan sáttmála,
svo að líf þitt verði nýtt. Hann vill rita lögmál sitt í
hjartað, gagntaka svo hugarfar þitt, hjartalag og vilja-
Hf, að þú viljir það, sem hann vill. Og þá er misgjörðin
fyrirgefin, syndar liðins tíma eigi minnzt framar. Hið
gamla skal hverfa, allt verða nýtt! Er það ekki einmitt
þetta, sem allt mannkyn þarfnast nú, að létt sé af allri
•amandi byrði syndar og sektar, svo að gráturinn vegna
lúns liðna græti eigi komandi tima? Það er sigurmáttur
syndafyrirgefningarinnar, sem gjörir hvern lærisvein
nýjan og ungan í Drottni, þróttmikinn, karhnannlegan,
fvjálsan og færan til að takast á hendur ný verkefni á
nýrri mannlífsöld, með huga hins mikla þjóns nýja sátt-
málans, er sagði: „Ég gleymi þvi, sem að baki er, en seil-
ist eftir því, sem fyrir framan er“.
IV.
Kirkja Krists um víða veröld er málsvari nýja sátt-
málans. Kirkjur standa opnar. Og i þeim er flutt það
(n'ð, sem oft reynist mönnunum, þeim er við þvi taka,