Kirkjuritið - 01.04.1945, Blaðsíða 70
188
Fréttir.
April-Mai.
Endurprentun Biblíunnar.
Miki'ö vildi ég óska, að Hið íslcnzka .Biblíufélag gœti iáti'ð
prenta Biblíuna í Reykjavík. Hún nuindi þá vera betur úr garði
gerS en hún er nú, — þvi íslenzkar bækur eru prýðilega prent-
aðar. Nú cr svo niikill .Biblíuskortur í mörgum löndum, að lítil
líkindi eru til jjess, að Bibliufélagið brezka geti látið prenta
íslenzkar Biblíur að nokkru ráði — fyrstu árin eftir striðið.
Það væri skemmtilegt, ef íslenzka Biblíufélagið gæti gefið út
íslenzku Bibliuna. — Ég lieyri, að mikil eftirspurn sé eftir henni,
svo að útgáfan ætti að geta borgað sig. •—- Það ættu að vera sam-
skot i kirkjunni einu sipni á ári lil þess að styðja Bibliufélagið,
— ef það gæfi út Biblíuna, er ég alveg viss um, að fólk færi að
senda því gjafir og ánafna því gjafir, eins og margir gera hér
á landi, hvað brezka Biblíufélaginu viðvíkur.
Úr bréfi frú Ingibjörgu Ólafsson.
Fréttir.
Höfðingleg gjöf til Stórólfshvolskirkju.
Á páskadaginn færði sóknarpresturinn, séra Erlendur Þórð-
arson, sóknarnefnd Stórólfshvolskirkju liöfðingalega gjöf frá
Guðjóni Ó. Guðjónssyni, bókaútgefanda í Reykjavík. Hafði liann
greitt að fullu skuld kirkjunnar við kirkjusjóð, — sendi nefnd-
inni kvittuð skuldabréfin, — og auk þess á fjórða þúsund krón-
ur í peningum fyrir nýju orgeli. Alls nam þessi rausnarlega' gjöf
kr. 5000.00.
Kirkjustaðurinn, Stórólfshvoll, er að mörgu leyti miðstöð
Rangárvallasýslu, þar er læknissetur, bústaður sýslumanns og
aðal póst og símstöð sýslunnar. Þar er og skóli og samkomuhús
og aðal verzlunarstaður Kaupfélags Hallgeirseyjar, og nokkur
nýbyggð umhverfis Hvolsvelli. En enn er söfnuðurinn fámenn-
ur, um 100 manns gjaldskyldir. Fyrir nokkrum árum varð að
rífa gömlu kirkjuna á Stórólfshvoli vegna hrörnunar, og reisti
þá þessi fámenni söfnuður mjög snotra og vaiulaða kirkju.
Hefir nú vel ræzt úr með fjárhag hennar.
Guðjón Ó. Guðjónsson er fæddur í Stórólfshvolssókn, að Mos-
livoli, en fluttist á unga aldri til Reykjavíkur.
Fieiri Iiafa undanfarið gefið kirkju þessari myndarlegar gjafir,
þar á meðal einn af efnaminni bændum sóknarinnar, Gunnar
Guðmundsson á Moslivoli, er gaf kirkjunni á s.l. liausti kr. 500.00
til minningar um nýlátna konu sína, Guðrúnu Eiríksdóttur.