Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 10

Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 10
120 Ásmundur Guðmundsson: Apríl-Mai. kenningu, að þjáningar Jesú og dauði samrýmdust því ekki, að hann liefði verið frelsari mannanna, sendur af Guði. Jafnvel fjandménn Jesú beittu aldrei þessum rök- um á móti upprisuboðskap lærisveinanna. Þessi skýring, dá Jesú á krossinum, er ekki heldur nein lausn á ráðgátu upprisunnar. Hún flytur einungis vandamálið til. Hvað varð þá um meistarann, er hann geklc út úr gröfinni og héll áfram jarðlífinu? Hvernig á að skilja það, að hann kom til lærisveinanna að lukt- um dyrum? Og ekki sá Páll postuli liann í grend við Damaskus, lieldur leiftraði um hann skyndilega ljós af himni, og hann hevrði rödd: „Sál, Sál, hví ofsækir þú mig?“ Förunautar hans skelfdust. Þeir heyrðu að vísu raustina, en sáu engan. Getur nokkur trúað þvi, að þetta sé lýsing þess, hvernig Jesú hafi hlátt áfram hitt Pál á veginum til Damaskus? Eitt sinn skal hver deyja. Hafi Jesús ekki andazt á krossinum, hvernig lauk þá jarðneskri æfi lians? Ekki getur frásögnin um himna- förina táknað æfilokin. Afturhvarf Páls gerðist síðar, og hann telur sýnina þá alveg hliðstæða því, er Jesús birtist hinum: Kefasi, þeim tólf, fimm hundruð bræðr- um, Jakobi, postulunum öllum. Hvert varð þá jarðlíf Jesú, er hann hafði gengið úr gröfinni? Myndi liann víkja og fara huldu höfði og lærisveinarnir eignasl þann veg baráttukjarkinn til sigurs? Eða skvldi Jesús, eftir að hann var vaknaður af öng- vitinu, hafa reynt að lelja lærisveinum sínum trú um, að hann lifði yfirjarðnesku lífi. Allt, sem vér vitum um hann i guðspjöllunum, ris öndvert því. Hversu þjak- aður sem hann hefði verið, þá hlaut hann alltaf að vera hinn sami, sannur hreinn. Nei, þessi skýringarleið er ófær jafnt sögulega og sál- fræðilega. Jesús lifir i anda eftir dauðann á krossinum, en ekki í holdi. Svo kennir kristnin þegar. Páll postuli mælir skýrt og afdráttarlaust gegn þeim skilningi, að líkami Krists, hinn sami, sem lagður var í gröfina, hafi

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.