Kirkjuritið - 01.04.1946, Blaðsíða 64
174
Fréttir.
Apríl-Maí.
Prestsvígsla.
Kristinn Stefánsson, stórtemplar I.O.G.T. og fyrrum skóla-
stjóri í Reykholti, var vígður á 2. páskadag prestur Fríkirkju-
safnaðarins í Hafnarfirði.
Frú Björg Einarsdóttir,
prestsfrú frá Undirfelli, andaðist hér í bænum l(i. marz, á 95.
ahlursári.
Heiðurssamsæti
var lialdið þeim séra Friðrik Hallgrimssyni dómprófasti og frú
Bentinu Hallgrímsson I. april. Var það mjög fjölmennt og marg-
ar ræður fiuttar þeim hjónum til ])ess að þakka ágætt st'arf
þeirra um langt skeið.
Lánssjóður handa guðfræðinemum.
Á fundum kirkjuráðs síðastl. vetur var samþykkt að leggja
ur Prestakallasjóði 5000 kr. á ári næstu 10 ár í sérstakan sjóð,
er veiti guðfræðinemum lán með mjög vægum vaxtakjörum.
Tveir nýir menn í sálmabókarnefnd.
Kirkjuráð hefir nýléga kosið 2 menn í sálmabókarnefnd lil
viðbótar þeiin, sem þar eru fyrir, biskupnum, séra Hermanni
Hjartarsyni og séra Jakot) Jónssyni. Þessir voru kosnir með
öllum greiddum atkvæðum:
Maltliías Þórðarson þjóðminjavörður og séra Sigurður Pálsson.
Ásmundur Guðnnindsson vildi fresta kosningunni um sinn.
Pétur Sigurgeirsscn cand theol.
er nýkominn heim úr ferðalagi til Bandaríkjanna og Kanada.
Var hann erlendis í eitt og hálft ár, og dvaldi lengst af tímanum í
Mt. Airy prestaskólanum i Philadelphiu, sem er stærsti skóli
Sameinuðu lútersku kirkjunnar í Ameríku. Lagði hann þar
stund á guðfræði og hlaut nafnbótina S.M.T. (Master of Sacred
Theology). Ritgjörð hans fjallaði um íslenzku kirkjuna.
Síðastliðið sumar var Pétur meðal Vestur-íslendinga í Kanada
og starfaði þar á vegum Hins ev. lút. kirkjufél. íslendinga í
Vesturheimi. S.i. haust var hann á Stanford háskóla i Kali-
forníu og nam þar auk guðfræðinnar blaðamennsku og ensku,
er sérstaklega var ætluð útlendingum. Ferðaðist hann síðan til
Seattle og um Suður-Kaliforníu. Á leiðinni austur yfir Ameríku
kom Pétur til Minneapolis og Chicago.