Kirkjuritið - 01.04.1946, Blaðsíða 48
Apríl-Maí.
»
Oútmáanleg spor.
„Líl okkar er ekki aðeins ljósgeisli, sem hverfur í
myrkrið og deyr; ekki aðeins bylg'ja, sem hverfur í djúp
hafsins; ekki aðeins vindhviða, sem þýtur um og hverf-
lir í fjarskann. Nei, líf okkar er vegferð um leiðir tím-
ans, sem lætur þar eftir sig spor, sem sýnileg verða
lengur en okkur varir“.
Ég las einhvers staðar orð lík þessum, og þau snertu
mig dýpra en margt annað, sem ég liefi lesið.
Þótt framundan liggi það i leyni fyrir öllum, að verða
máðir úr tölu hinna lifandi liér á jörðunni, hverfa þeir
þó ekki þaðan með öllu. Þótt líkamir þeirra hyljist í
jörð eða djúpi hafsins, liafa þeir þó með lífi sínu mark-
að spór, sem ekki verða máð út. Minningin um þá og
líf þeirra lifir.
Hún er táknræn þessi litla þjóðsaga: Adam er að
dauða kominn. Hann kallar Set fyrir sig og segir við
hann: „Farðu til kerúbsins, sem heldur vörð við lífsins
Iré. Og þegar þú finnur hann, þá segðu honum, að
æfi föður þíns sé senn lokið. Segðu ihonum, a)ð nú
verði hann að veita mér miskunn Guðs“.
Og Set átli að stefna i austur. Þá myndi hann firtna
leiðina, sem lægi til Paradísar. „Og það mun ekki verða
erfitt fyrir þig að finna leiðina“, hélt Adam áfram, „því
í grasinu muntu greina visin spor. Það eru fótspo,r
mín og móður þinnar“.
Þannig segir hin stutta saga. Hún er til okkar kom-
in frá löngu liðnum tímum, en þó mun hún vissulega
geta orðið okkur umhugsunarefni, ekki livað sízt á þess-
um umrótstímum og haturs. Hvað segirðu um þann
mann, sem með græðgi ginnir fé út af náunga sínum?
Hann, sem aðeins hugsar um það eitl, að eignast meiri
og meiri auð, tivað sem það kostar? Hver verða spor-
in, sem liann lætur eftir sig?
Hvað segirðu um flagarann, sem aðeins hugsar um