Kirkjuritið - 01.04.1946, Qupperneq 32
142
Magnús Heígason:
Ápríl-Maí.
ugur að vera lengur kennari yðar, en ef ég liefi ei lagað
orð mín nógu vel eftir skilningi vðar, þá er ég' skyld-
ugur til að bæta úr því.
Ef nú Guð gefur mér náð til að fullnægja þeim
kröfum, er þér gjörið til min sem kennimanns, ef þér
finnið, að ég leitast við eftir megni að gjöra það, sem
í mínu valdi stendur til þess að þér hafið not af kenn-
ingu minni og kirkjugöngum, þá niegið þér heldur ekki
undrast, þó að ég ætlist til þess aftur á móti, að þék
sýnið Guðs iiúsi alla þá rækt, er kristrium söfnuði sæm-
ir, hæði með því að sækja þangað kostgæfilega og forð-
ast allt það athæfi, er miður má sæma.
En það er ekki aðeins kenningin, sem áríðandi er
að sé hrein og kristileg, heldur og hugarfar og hreytni.
Enginn kennari, sem hreytir þvert á móti því, sem liann
kennir, getur vonast eftir árangri af kenningu sinni,
þeim fer eins og Kristur segir um Fariseana, áð þeir
hindi mönnum þungar byrðar, en sjálfir snerti þeir þær
ekki með minnsta fingri. Mér finnst það vorkunn hverj-
um söfnuði, þó liann hafi að litlu orð þess kennimanns,
er neyðir hann með breytni sinni að fyrirlíta sig. Aftur
á móti megum vér eigi heimta af neinum manni, að liann
sé hreinn og syndlaus, eða að honum sjáist aldrei yfir,
slíkur maður hefir enn ei fæðst og mun aldrei fgeðast,
að frelsara vorum einum undanteknum. Vér kennimenn
erum aðeins menn eins og aðrir menn. Mér kemur hvorki
til hugar að lelja yður trú um, að ég' sé óspilltur af heini-
inum, eða Iofa yður því, að þér skulið aldrei sjá mér
skeika. Þvert á móti hefir æska og gáleysi oft villt sjón-
ir fyrir mér, og ég veit, að hugur minn er ei nærri svo
hreinn sem Drottins þjóni sæmir. Ég veil líka, að með
mínum hezta vilja get ég ei framvegis komizt hjá því
að villast og hrasa, og ég hlýt því jafnan að standa sem
sekur syndari frammi fyrir hinum alskyggna og' heilaga,
en Drottinn er sá, sem dæmir mig, og' það er hann einn,
sem dæmt getur það hulda hjá manninum. Ef vér