Kirkjuritið - 01.04.1946, Blaðsíða 36
146
Magnús Helgason:
Apríl-Maí.
gefi, að samvistir vorar og samvinna verði með þessum
liælti, Guð gefi, aS liún verSi oss öllum til ánægju og
blessunar um tima og eilífS.
Og nú viljum vér aS endingu, á þessari hátíSlegu
stundu, á þessum tímamótum, snúa liuga vorum til vors
liinmeska föður og' Drottins. Vér viljum þakka honum
fyrir hið umliðna og biðja um bans aðstoð á ókomnum
tíma. Með þakklæti skulum vér allir minnast hins hrein-
lynda, siðprúða og guðlirædda kennimanns, sem síðast
var sóknarprestur yðar. Þér, sem áttuð því láni að fagna
að njóta leiðsögu hans og forustu, þakkið Drottni og
honum fyrir það með þvi að láta orð lians og eftirdæmi
yður ei úr minni líða og biðjum Guð að senda ættjörðu
vorri sem flesta hans líka. Biðjum Guð að blessa minn-
ingu hans og ástvini Jians, sein nú kveðja þessar stöðv-
ar. En lílið svo áfram og hiðjið einnig fyrir eftirmanni
lians, að hann megi sem bezt bæta missi hans, biðjið
fyrir mér, að ég megi standa eins lieiðarlega í stöðu
minni eins og liann. Og með innilegu þakklæti til þín,
himneski faðir, kveð ég nú mín blíðu æskuár með þakk-
læti fyrir allt það ástríki, sem á þeim hefir umvafið mig,
fyrir alla þá gleði, allan þann frið, sem ég liefi notið
og fyrir þann undirbúning undir lífsins baráttu, er þú
lézt mér hlotnazt á þeim. Og með von og trausti til þín
iieilsa ég mínum fullorðinsárum, mínum starfstima.
Fyrir löngu óskaði ég' þess, að ég væri orðinn maður og'
fær um að vinna eitthvað þarflegt og liins sama óska
ég enn. Og nú er ég kominn að því takmarki, er ég hefi
lengi þráð, að sjá fyrir mér verksvið mikiði og fagurt og'
liáleitt. Ó, Guð minn! Gef þú, að mátturinn svari til vilj-
ans, og styrk hvorttveggja með þínuin krafti. Uppfyll
])ú innilegustu ósk hjárta míns, að ég megi verða verk-
færi í þinni hendi til einhvers góðs, til einhverra heilla
fyrir þetta safnaðarfélag, til einhverra nylsemda fyrir
ættjörð mína og lil upphyggingar fyrir hina lieilögu
kirkju. Ég hið þig hvorki um gleði né sorg, auðlegð eða