Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 38

Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 38
Apríl-Maí. Messur og útvarp. Við lásum ritgerð séra Þorsteins .Björnssonar í öðru hefti Ivirkjuritsins þ. á. um messur og útvarp, og getum ekki iátið vera að mótmæla þeirri skoðun lians, að „útvarpsprestar í Reykjavík“ spilli kirkjusókn, svo að af þeim ástæðum megi aðeins þeir heyra til þeirra, sem tækifæri hafa að sækja kirkju til þeirra. Um þetta höfum við orðið sammála nokkrar gamlar konur í Reykjavík, við erum allar úr sveit, og sumar fara þang- að enn um sumartímann, svo þið getið skilið, að við vitum lika, hvernig aðstaða til að liiusta á messur er þar. Hvað hörn- in snertir, er einmitt oft liægt að láta þau vera úti um messu- tima að sumrinu, svo að næði sé að hlusta á útvarp, og jafnvel þó verið sé að þurrka hey eða vinna önnur störf, sem taiið er, að ekki megi niður falla á helgidögum, má venjulega, — ef ekki vantar vilja, — liaga þeim svo, að frí sé, meðan messa stendut’ yfir í útvarpi, þar sem von er á „útvarpsguðsþjónustu“. Og þeg- ar íarið er að hlusta á annað horð, gæti svo farið, að komið yrði í kirkju í sókninni, þó ekki væri nema af forvitni, (þetta er nú víst ljótt), til að vita, hvað heimapresturinn hefir að bjóða, og kynni svo að fara, að ræðan hans þyhli samanburð þrátt fyrir lakari söng og undirieik en er í Reykjavíkur kirkjununt. Ég veit ekki, hvar séra Þorsteinn Björnsson er, eða hvort hann er í þétthýli eða strjálbýli, en ef þéttbýli er á kirkjustað lijá honum, og ekki svo köld eða óvistleg kirkja, að sitjandi sé í henni, held ég megi leggja honum annað ráð til að fá áheyr- endur en að hindra okkur gamla fólkið að hlusta á aðra presta, að hann komi á kirkjustað (ef þar í grennd er útvarp), áður en útvarpsguðþjónusta hefst, og taki að sér þau hörn á lieimil- inu eða jafnvel fleiri börn, sem ekki er annars næði fyrir, svo aðrir geti hlustað. Þarna fær hann tækifæri til að kynnast þeim, því að það tekur ótrúlega stuttan tíma að ná trúnaði þeirra, og gæti þetta með tímanum orðið nokkurs konar sunnudagaskóli fyrir börnin. Og þar sem mér virðist presturinn telja Vídalíns- og Péturspostillur helztu guðsorðabækur, mun hann eiga hæg- ara að gera börnunum þær aðgengilegar, þvi að ef þau sjá að- eins gamla fólkið með þær, hættir börnunum við að lialda, að

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.