Kirkjuritið - 01.04.1946, Blaðsíða 50
Apríl-Mai.
Máttur samstilltrar bænar.
Eftir séra Sigurð S. Haukdal prófast.
í 3. og 4. kapítula Postulasögunnar segir frá þvi, er
Pétur og Jóhannes læknuðu í helgidóminum mann, er
haltur hafði verið frá fæðingu. Lýst er fögnuði manns-
ins og þakklæti og undrun fólksins, er vitneskju fékk
um þetta. Lærisveinarnir notuðu nú tækifærið til að
predika Krist fyrir lýðnum. En er valdsmennirnir fréttu
þetta, brugðust þeir reiðir við og létu setja þá félag'a í
fangelsi. Morguninn eftir slepptu þeir þeim aftur, af
því að þeir þorðu ekki að halda þ'eim hnepptum og'
höfðu enga frambærilega sök á hendur þeim. En þeir
harðbönnuðu lærisveinunum að prédika. Þá svöruðu
þeir Pétur og Jóhannes með þessum djörfu orðum:
„Dæmið sjálfir um, hvort það sé rétt fyrir augunl Guðs
að hlýðnast yður fremur en Guði“. Þegar þeir svo komu
til liinna lærisveinanna og' sögðu þeim frá lækningar-
verkinu og' þeirri djörfung, er þeir voru fylltir, urðu þeir
allir glaðir mjög og lofuðu og vegsömuðu Guð, sem var
í verki með þeim og gaf þeim slikan kraft. Og' þá skeði
undur: „Er þeir höfðu beðizt fyrir, lirærðist staðurinn,
þar sem þeir voru saman komnir, og þeir fylltust allir
lieilögum anda og töluðii orð Guðs með djörfung.“
IJvað gerði það að verkum, að húsið hrærðist? Það
var kraftur hugsunarinnar, oi-kmnagn bænarinnar, sam-
stilling sálnanna. — Það grunar víst ekki marga, livemiklu
liugsunin getur til leiðar komið, hve mikill máttur fylg-
ir lienni, þegar henni er beitt að einhverju ákveðnu.
Yér höfum að vísu lieyrt um læknandi mátt hennar, um
huglækningarnar, sem telja má vísindalega staðreynd.
j