Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 60

Kirkjuritið - 01.04.1946, Side 60
170 Friðrik Rafnar: April-Maí. fullnægingu innstu lífsþrár vorrar, livernig sem lnin annars kann að birtast. Vér erum öll að leita sæln, enda ])ótt sú sæluþrá brjótist út á harla mismunandi liátt eftir eðli voru og upplagi, þroska og menningu. Fhi einhvers konar fullnægingar leitum vér öll, sumir i hinu göfuga og góða, aðrir í syndinni og spillingunni. Allir leita, allir þrá, þó mismunandi séu leiðirnar farnar að liinn ímynd- aða marki sælunnar. Þetta þekkja allir af persónulegri reynslu og líka það, að bér verður þessari þrá aldrei fullnægt, meðan leitað er i hinu timabundna og tak- markaða. En öll þessi leit er að Guði og ríki hans. Hins gætum vér sjaldnar, að Guð er á sama hátt að leita vor, létta undir með oss að finna sig. En þetta er það, sem Jesús er að leiða athygli vora að með dæmisögu sinni. Guð er að bjóða oss að koma til sín. Hann hefir alltaf hið mikla boð inni. Guð leitar vor, ekki síður en vér bans, nema fremur. Um nálega 10 aldir befir bin íslenzka þjóð talið sig til kristinna manna, og meiri hluti þeirrar álfu, er vér byggjum mikið lengur. Fyrir það eigum vér mikið að þakka, og ómetanleg ábrif má vissulega rekja til hins kristilega uppeldis, er kynslóðirnar liafa notið, og lil þeirrar margháttuðu menningar, sem kristindómurinn hefir af sér leitt, þó að furðanlega ókristileg sé sú heims- mvnd, sem blasir við augum, cf litið er til menningar- þjóða nútímans. En þráll fvrir það verður aldrei metið og fullþakkað gildi þeirrar kristnu þjóðmenningar, sem vér öll höfum notið góðs af. Ög þótt ábrifin sjáist víða, þá gegnir þó furðu, bve lítil ítök einn meginþáttur hinn- ar kristlegu lífsskoðunar, sem Jesús boðaði, virðist liafa í hugum almennings og lífi. Sá meginþáttur er guðs- hugmyndin, guðsvitundin. Guðshugmynd Jesú er alveg einstæð í sögu allra trúarbragða. Guð hefir ekki á nein- um tíma eða í neins manns kenningu verið eins nálæg- ur mönnunum, eins skyldur þeim og tengdur, eins og hánn er boðaður í kenningu Jesú. Þar er hann faðirinn

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.