Kirkjuritið - 01.04.1946, Síða 74
184
Apríl-Maí.
Prestastefna íslands 1946.
Prestastefna íslands (synodus) yerður háð í Reykjavík dagana
20.—22. júní n.k. og hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, svo
sem venja er til.
Síðar um daginn mun biskup setja prestastefnuna í Háskólanum
og flytja skýrslu um störf og hag kirkjunnar á liðnu synodusári.
Af málum þeim, er rædd verða á prestastefnunni, má einkum
nefna:
1. Starf kirkjunnar fyrir æskulýðinn.
2. Kirkjan og áfengismálin.
3. Söngskóli þjóðkirkjunnar.
4. Barnaheimili.
5. Frumvörp þau um kirkjumál, er lágu fyrir síðasta þingi.
6. Ivirkjuhúsið í Reykjavík.
I sambandi við prestastefnuna munu verða flutt erindi fyrir al-
menning í Dómkirkjunni að kvöldinu bæði þann 20. og 21. júní.
Fyrsta kvöldið mun séra Friðrik Rafnar vígslubiskup á Akur-
eyri flytja erindi um Dr. M. Luther í tilefni af 400 ára dánaraf-
mæli hans
Gert er ráð fyrir, að prestastefnunni muni verða slitið um kl.
11. f. h. laugardaginn 22. júní, og fara þá prestarnir ásamt biskupi
til Þingvalla og dveljast þar um daginn.
Um kvöldið verða prestarnir í boði á heimili biskupshjónanna.
Kirkjuritið keniur út j heftinrr, 1-2 i senn, alla niánuði árs-
ins nema ágúst og sepl. Verð innanlands 15 kr. í Vesturheimi 3
dollarar. Gjalddagi 1. apríl. Afgreiðslu og innheimtu annast ung-
frú Elísabet Heígadóttir, Hringbraut 144, sími 4776, Reykjavik.