Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 15

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 15
BRÉF TIL SÉRA VALDIMARS BRIEM 189 Við ritgerð þína — það sem hún nær — hefi eg lítið að athuga. Kem kannske svolítið að því seinna. Ekki að búast við, að þú getir á lítilli stundu leyst af hendi til fullr- ar hlítar jafn mikið verkefni, enda er það ljóst af bréfi þínu, að þú skoðar þetta aðeins sem uppkast, eða uppi- stöðu, sem þarf að vefa upp í, svo að almennir lesendur bafi af því full not. Það verður t. d. ágripslegra við það, að þú við sálmana nefnir aðeins númer. Betra að nefna upphaf sálms eða vers, því að margir lesendur nenna ekki að fletta upp. Betra að taka upp í textann of mikið en of lítið. Treysti ekki, að menn kunni eða fletti upp. Eg held, að uppistaðan sé góð, eða húsgrindin, drepið á flest það, sem ástæða er til að minnast á, en sumt svo lauslega, að of lítið yrði eftir því tekið, ef það væri ekki skýrt frekar. Ætla eg að nefna tvennt, sem mér finnst að þyrfti að rekja betur. Annað er það að sýna, hversu það er trúin, sem er það dýpsta og innsta í skáldskap Matthíasar. Nærri því um hvað sem hann yrkir, kemur það í ljós. Mér dettur t. d. í hug Þorraþrællinn, sem sjálfsagt verður eitt af ódauðlegu kvæðunum hans, þó ekki væri vegna annars, en þessarar íslenzku, sem á því er. Seinni parturinn er dálítið gáskaleg lýsing á flóðinu í Reykjavík og slóða- skap bæjarstjórnarinnar með fráræsluna(l), en fyrri part- urinn um viðskifti Þorra við menn og skepnur og Fönix. Strauk eg fyrst um börðin breið, brynjaði svellum klaka, þar til öll var sköruð skeið skjöldum hvítra jaka. Svo endar frásögn Þorra um hina trylltu viðureign svona: Fjögur dægur dauðans kíf dróttin þoldi rakka. Þeirra veika veslings líf var ei mér að þakka.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.