Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 20

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 20
194 KIRKJURITIÐ En af því að járnbrautin er ekki komin, og kemur ekki í næsta mánuði, ætla eg nú enn að rabba svo lítið við þig um Matthías, þó að það megi til að vera einhliða og geti því ekki komið í staðinn fyrir samtal. Fyrsta kvæði Matthíasar, sem eg man til að hrifi mig, voru Íslandsvísur á gamlárskvöld (1873), víst kveðnar á Englandi. Eg klippti þær úr blaðinu, sem þær voru í, og geymdi í vasabók minni þangað til kvæðabók hans kom út. Hann byrjar heldur en ekki að setja mann í „stemmningu" — fyrirgefðu að eg tala nordælu — strax í fyrstu vísunni. Sé hver vagga signuð þín og sérhvert dáins leiði. Svo komu nokkrar vísur, sem voru helzt hafðar að spotti, svo sem vísan um Sigurhæðirnar og einkum þessi: Þekktu andans eilíf lög undir tímans hjóli. Rektu lífs þíns dular drög dóms að Urðar-stóli. Þetta héldu þeir, að væri bull, og þóttust ekki skilja, og hafa vist ekki skilið, sauðirnir, en mér finnst það reyndar auðskilið, hverjum þeim sem vill skilja. Hugsunin sú sama, sem í spakmælinu hans í „Sefur þú, sveinn og snót:“ „Sagan er sjálfskapadómur." En svo fer nú heldur en ekki að heyrast, að dreginn er „arnsúgur í fluginum,“ þegar hann víkur máli sínu til sólarinnar, sem er að renna, blóðrauð, og segir, (eg get ekki stillt mig um að taka þær vísur flestar, þó að þú kunn- ir þær): Lífsins móðir. Muntu þreytt myrkrið við að etja? Ertu banablóði sveitt, bjarta sigurhetja? Eða brennir blygðun rjóð bjarta hvarma þína,

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.