Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 31

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 31
SÉRA ÞÓRÐUR ÓLAFSSON 205 að við svo búið mætti ekki standa, á einhvern hátt yrði að hef jast handa um það mál. Okkur kom þá saman um að vinna að því, að heimanfararskóli væri stofnaður fyrir hreppinn. Séra Þórður var þá ekki í hreppsnefnd, en ég hafði átt sæti í henni frá 1896. Varð það að ráði, að hann skrifaði nefndinni bréf um skólamálið, en ég skyldi veita því það lið í nefndinni, er ég mætti Hinn 19. nóv. 1902 skrifaði Þórður nefndinni þetta fyrir- hugaða bréf um ástand og horfur barnafræðslunnar og tillögur til úrbóta. Var það alllangt mál og ýtarlegt. Fyrst víkur hann að nauðsyn góðrar barnafræðslu, ef um menn- ingarlega framtíð eigi að vera að ræða. Átelur hann allhart tómlæti hreppsnefndarinnar í því, að hrinda málinu í við- unanlegt horf. Um þáverandi ástand farast honum orð á þessa leið: „Æskulýðsfræðslan hjá okkur hefir, ef satt skal segja, bókstaflega stigið spor aftur á bak. Henni hefir bókstaflega hnignað nú, síðustu árin. Hún er á lægra stigi nú en 1892 eða fyrir 10 árum. Það get ég sýnt, ef óskað er. En slíkt má eigi lengi eiga sér stað. Það eru í hreppnum, eftir síð- asta manntal, alls 194 börn. Á aldrinum 1—5 ára 72, 6-—10 ára 73 og 11—14 ára 49. Þannig eru á annað hundrað börn í hreppnum, sem þai’fnast kennslu að meira eða minna leyti, og 49, sem öll þarfnast almennrar bama- fræðslu. Þessar tölur einar ættu að nægja til að sýna, að þörfin er sérlega brýn, að bæta á einhvern hátt úr þeim skorti á barna og unglingafræðslu, sem þegar er tilfinnan- legur orðinn í hreppnum og vitanlega fer árlega vaxandi, sé ekki að gert. Sjálfum er mér persónulega um það kunnugt, að meðal œskulýðs hreppsins eru eigi allfá börn, sem ástæða er til að vænta mikils af, ef þau nytu fræðslu og hollrar leiðsagn- ar- Það eru frækorn, sem drottinleg forsjón hefir gróður- sett í akri sveitarfélags vors og ætlað því að hlúa að, svo þau gætu dafnað og vaxið og orðið að styrkum eikum, til

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.