Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 39

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 39
PRESTASTEFNAN 1948. Prestastefnan sett. Prestastefna íslands var haldin 1 Reykjavík dagana 20.—22. júní. Var hún hin f jölsóttasta prestastefna, sem háð hefir ver- ið hér á landi á síðari árum. Hana sátu um 90 prestvígðir menn, þegar flest var. Hún hófst sunnudaginn 20. júní með guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni, og var þeirri athöfn útvarpað. Dr. Bjarni Jónsson vígslubiskup var fyrir altari, en séra Valdimar J. Eylands prestur að Útskálum steig í stólinn og flutti snjalla ræðu. Prestamir mættu flestir í skrúða. Guðsþjónustunni lauk með altarisgöngu prestanna. Kl. 4 e. h. var prestastefnan sett með virðulegri athöfn í kapellu Háskólans. Að því loknu var fundur settur í hátíðasal skólans. Biskup ávarpaði prestana og skýrði frá helztu at- burðum á liðnu sýnódusári. Fara ávörp hans og skýrslur hér á eftir. Ávarp biskups. Kæru starfsbræður. Ég fagna því, að oss, sem erum starfsmenn í kirkju Islands, gefst enn tækifæri til að hittast, ræðast við og ráða ráðum okkar, um þau mál, sem brýnust eru allra í þjóðlífi voru. Það, sem máli skiftir, og það, sem mestu veldur um líðan mannkynsins, er afstaða þess til Guðs °g vilja hans. Samkvæmt uppruna kirkjunnar og eðli er það hennar tnikla hlutverk að birta mönnum, hver sé vilji Guðs og kenna þeim að lúta honum. Og vér prestar erum sérstak- lega vígðir til þessarar þjónustu. Kristur sagði: „Þér er- uð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður.“ (Jóh.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.