Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 43

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 43
PRESTASTEFNAN 1948 217 Séra Brynjólfur Magnússon var fæddur 20. febr. 1881 í Nýju- búð í Eyrarsveit. Hann lauk embættisprófi við Prestaskólann í Reykjavík 1908 en vígðist 26. júní 1910 að Stað í Grindavík og þjónaði því kalli til dauðadags. Hann andaðist á Lands- spítalanum í Reykjavík hinn 3. júlí s. 1. Hann var kvæntur Þórunni Þórðardóttur frá Brekkubæ á Akranesi, og lifir hún mann sinn. Séra Brynjólfur var gáfaður maður, einlægur trúmaður og einkar vinsæll af söfnuðum sínum, og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum bæði fyrir sveit og sýslufélag. Séra Guðmundur Einarsson var fæddur 8. sept. 1877 að Flekkudal í Kjós. Hann stundaði guðfræðinám við Kaupmanna- hafnarháskóla og lauk þaðan embættisprófi vorið 1907. Vígður prestur að Nesþingum á Snæfellsnesi (Ólafsvík) ’ 16. ágúst 1908 og þjónaði því prestakalli til ársins 1923, er honum var veitt Þingvallaprestakall. Hann var prófastur í Snæfellsness- prófastsdæmi 1917—1923. Árið 1928 fékk hann veitingu fyrir Mosfellsprestakalli í Grímsnesi og þjónaði því til dauðadags. Hann var prófastur Árnesprófastsdæmis frá 1. sept 1942. Séra Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðný Þór- dís Skaftadóttir en síðari kona Anna Guðrún Þorkelsdóttir prests á Reynivöllum, og lifir hún mann sinn. Séra Guðmundur andaðist að heimili sínu hinn 8. febr. s. 1. Séra Guðmundur var einn af mikilhæfustu prestum lands- ins og naut trausts og virðingar bæði sóknarbarna sinna og starfsbræðra. Hann var brennandi áhugamaður um málefni Krists og kirkju hans, barnslega einlægur trúmaður, og-þrótt- mikill alvörumaður. Séra Ólafur Magnússon var fæddur 2. október 1864 í Viðvík í Viðvíkursveit í Skagafirði. Hann lauk embættisprófi við Prestaskólann í Reykjavík árið 1887 og var vígður til Sand- fells í Öræfum 17. maí 1888. Veitt Arnarbæli í Ölfusi 1903, °g gegndi því kalli til fardaga 1940, er hann fékk lausn frá prestsskap. Prófastur í Árnesprófastsdæmi frá 1926—1940. Eftir að hafa fengið lausn frá prestsstörfum bjó hann að Öxnalæk í Ölfusi en gegndi þó jafnframt prestsþjónustu um stundarsakir í ýmsum prestaköllum, Stokkseyrarprestakalli, Breiðabólstaðarprestakalli og Mosfellsprestakalli í Grímsnesi. Hann var kvæntur Lydíu Angeliku Ludvigsdóttur Knudsen.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.