Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 62

Kirkjuritið - 01.09.1948, Page 62
236 KIRKJURITIÐ an og prestastéttin ekki geti hjá komizt að láta sig skipta. Á ég þar við kristindómskennsluna í framhaldsskólunum, þann tíma, sem fræðslu í kristindómi er ætlaður, eða ef til vill væri réttara sagt, ekki ætlaður. Samkvæmt hinu nýja kerfi er skólaskyldutími barna lengdur upp í 15 ára aldur. Er svo til ætlazt, að þau taki fullnaðarpróf úr barnaskólunum 13 ára gömul, en fái síð- an 2 ára framhaldsnám í miðskólum, sem víðast hvar, t. d. á Akureyri, eru settir í samband við Gagnfræðaskól- ann. Nú er það svo, að þó að fræðslulögin hafi verið gerð og frá þeim gengið á Alþingi fyrir alllöngu, eru ekki enn- þá tilbúnar neinar reglugerðir, sem kveða ákveðið á um framkvæmd laganna eða kennslufyrirkomulag náms- greina. Ég er í fræðsluráði Akureyrar, og við, sem þar sitjum, höfum ekki, mér vitanlega, orðið ennþá varir neinn- ar slíkrar reglugerðar frá fræðslumálastjórninni. Hins veg- ar er mér kunnugt um, að skólastjóri Gagnfræðaskólans á Akureyri, sem líka er skólastjóri miðskólans, hefur skil- ið lögin svo, að kristnum fræðum sé aðeins ætlaður 1 tími á viku í fyrri bekk miðskólans, og upp úr þeim bekk eigi börnin að fermast, og þá eigi þeirri fræðslu að vera að fullu lokið frá skólans hálfu. Nú er það einnig svo, að talsverður hluti barnanna, að minnsta kosti á Akureyri, og sennilega víðar, sérstaklega í kaupstöðunum, fer alls ekki í miðskólana, heldur beina leið í gagnfræðadeildir menntaskólanna. Eftir fræðslulög- unum á að vísu að leggja þær niður, en það ákvæði hefir mætt svo eindregnum mótmælum, a. m. k. norðanlands, að úr því verður vonandi ekki. En í gagnfræðadeild Menntaskólans á Akureyri er engin kristindómskennsla. Verður því niðurstaðan af þessu fyrirkomulagi sú, að þau börn, sem standast fullnaðarpróf 13 ára gömul úr barna- skóla, eiga að fá 1 tíma í kristindómi á viku í eitt ár, ef þau halda áfram námi í miðskóla, en enga fræðslu, ef þau fara í gagnfræðadeildir menntaskólanna.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.