Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 70

Kirkjuritið - 01.09.1948, Side 70
244 KIRKJ URITIÐ Aðallega hefi ég kennt kristinfræðina í fyrirlestrum, en þó nokkuð með samtali til að prófa skilningsþroska nemendanna og tryggja betur að þeir fylgdust með. En yfirleitt virðist mér hinar ungu meyjar gefa máli þessu góðan gaum, og hefi ég því haft mikla ánægju af starfinu. Til þessarar kennslu hefi ég varið einum klt. á viku. En ég hefi grun um, að þegar námsskráin verður endanlega fullbúin, muni naumast þykja fært, að nota svo mikinn tíma, þótt um það verði ekkert fullyrt að svo stöddu. En benda má á það, að sálarfræði barna og uppeldis- fræði verður þá einnig ætlaður nokkur tími og er hér um nokkuð skyldar námsgreinar að ræða. Verði lítill tími ætlaður til kristindómskennslunnar, hygg ég, að naumast sé um annað að ræða en að kenna aðallega í fyrirlestrum og reyna þá að nota þessa fáu tíma til andlegrar vakningar eftir föngum. Eigi hins vegar að gera kristinfræðina að prófgrein, er óþægilegra að hafa ekki einhverja handhæga kennslubók að styðjast við, er námsmeyjarnar geti lesið jöfnum höndum og prófspurn- ingar geti miðazt við. Telja sumir, að þær námsgreinar, sem ekki er prófað í, séu að jafnaði vanræktar og kennsla í þeim verði aldrei nema kák eitt. Mér finnst standa dálítið sérstaklega á um kristindóminn að þessu leyti. Þar hefir í raun og veru meira að þýða andleg vakning og löðun hugans að hugsjónum kristin- dómsins, en nám ákveðinna þekkingaratriða um hann. Ást á málefninu er meira virði en utan að lærðar trúar- setningar. Skilningurinn á fegurð kristindómsins og siða- hreinleik mikilvægari en skýringar einstakra orða eða Ritningarstaða. Og þetta er hægt að gefa í gleggra yfir- liti með fyrirlestrum, þar sem drepið er á aðalatriðin. En þyki nauðsynlegt að semja námsbók fyrir unglinga- skóla og gagnfræðaskóla, er líklegt, að hún verði einnig notuð til hliðsjónar í húsmæðraskólunum. Aðalatriðið er þá, hvort drottinn vill uppvekja einhvern spámann til að semja slíka bók, því að það er engan veginn vandalaust.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.