Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1948, Qupperneq 73

Kirkjuritið - 01.09.1948, Qupperneq 73
BÆKUR 247 Blekking og þekking. Eftir Níels Dungal prófessor. Helgafell 1948. Miðað við heimildaskrá þessarar löngu bókar hefir höf. lesið mikið í því skyni, að semja rit til ófrægingar kristinni trú. En heldur hefir honum tekizt samningin óhöndulega, eins og leidd hafa verið rök að í ritdómum, sem þegar hafa verið birtir um bókina. Höf. ruglar saman hugtökunum „kristindómi" og kirkju,“ og verður framsetning hans víða óljós. Glöggt dæmi þess er t. d. formálinn, um þá sögu, sem liggi bókinni að baki. Höf. getur þeirra áhrifa, sem móðurbróðir hans (Haraldur prófessor Níelsson) hafi haft á hann. Kveðst hann hafa farið að lesa Nýja testamentið, þegar hann var orðinn útskrifaður læknir, og orðið hrifinn af guðspjöllunum og dáðst mikið að Jesú Kristi, eins og honum er lýst þar. Þ. e. a. s. hann verður hug- fanginn af kristindóminum. En hvað skeður? Tveimur árum síðar sér hann í dómkirkjunni í Krakow handlegg af beina- grind með útglenntum fingurbeinum og dregin á fingurgull. Og 1936 sér hann í skrautlegri kirkju í Palermo sællega presta og horaðan almúga, sem þeir muni hafa mergsogið. Við þetta hverfur honum allur áhugi á kristindómi og óbeit vaknar í staðinn. Hann virðist ekki skilja, að þetta á alls ekkert skylt við kristindóm, heldur er í beinni mótsögn við kenningu Krists um það, að menn verji öllum eignum sínum til hjálpar fátækum og bágstöddum. Enda voru það fyrst og fremst olnbogabörn heimsins, sem veittu kristninni viðtöku. Mikill kafli bókarinnar er um ávirðingar kirkjunnar, eink- um hinnar kaþólsku, og er því ekki að neita, að þær eru margar og stórar, enda veit það hvert barnið hér á landi, sem veraldarsöguna les. Þannig er lítið nýjabragð að þessum reiðilestri höf. En hitt dylst honum, að það er léleg sagnfræði, að tína til það versta, en láta hins ógetið, að allt hið bezta í framförum mannkynsins á liðnum öldum á einmitt rót sína að rekja til kristinnar kirkju. Þó gægist eitthvað af þeim sannleika sumstaðar fram í bókinni, er höf játar, að ýmsir helztu forvígismenn og brautryðjendur mannkynsins hafi verið kirkjunnar menn. Myndi höf. vilja láta dæma læknana ein- göngu eftir því, sem þeim hefir verst farið og álappalegast? Þá ver höf. mjög löngu máli til þess að bregða þekkingar-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.