Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 8

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 8
174 KIRKJURITIÐ um öðrum, sem ég hefi kynnzt. En það er kristilegi Al- þýðuskólinn í Sigtúnum í Svíaríki. Ég kom í hann í haust, sem leið, og rifjuðust þá upp fyrir mér gamlar minningar, er ég dvaldist um hríð í skólanum. Skólinn er risinn andlega á grunni kristilegrar hreyfing- ar eða vakningar í landinu — ungkirkjuhreyfingarinnar svonefndu. Það eru einkum ungir stúdentar í Uppsölum og Lundi, sem hrinda henni af stað árin 1908 og 1909. Þeir hafa öðlazt nýjan og djúpan skilning á opinberunar- sannindum kristindómsins og orðið gagnteknir af alvöru tímanna og ábyrgð. Þeir eru brennandi í anda, og hreyf- ingunni vex skjótt afl og þroski. Þeim verður ljóst, hvaða starf þeir eiga að vinna: Sænska þjóðin á að nálgast meir og meir það mark, er Guð hafði fyrir augum, þegar hann lét hana verða til. Hún á að verða Guðs þjóð. Þeir hefja starf sitt með því að ferðast saman tveir og tveir um landið og leitast hvarvetna við að vekja andlegt líf. Kross- ferðir voru þessar ferðir nefndar. Síðar beinist hugurinn meir að því að eignast fasta miðstöð, sem andlegir straum- ar berist frá um landið. Þar eiga einnig að sameinast hug- sjónamenn á hvaða sviði sem er. Sigtún eru valin til að verða þessi miðstöð. Veldur einkum þrennt: Dásamleg náttúrufegurð í skógunum við Löginn, ágætar samgöngur miðja vega milli Stokkhólms og Uppsala og síðast en ekki sízt dýrar sögulegar minn- ingar frá fyrstu tímum kristniboðsins í Svíþjóð. Ansgar> postuli Norðurlanda, gróðursetti kristnina í Bjarkey í Leg- inum hálfri annari mílu sunnar en Sigtún. Nokkrum ára- tugum síðar flyzt kristnin til Sigtúna, og verður þar aðal- gróðurlundur hennar í Svíþjóð og veglegar kirkjur rísa. Mun kristnin á þeim tímum vart hafa staðið annars stað- ar traustari rótum á Norðurlöndum. Sigtúnastarf þeirra ungkirkjumanna hefst með því, að reistur er kirkjulegur alþýðuskóli og tekur hann til starfa á 4 alda afmæli siðaskiptanna, 31. okt. 1917. Skólastjóri

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.