Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.09.1951, Blaðsíða 8
174 KIRKJURITIÐ um öðrum, sem ég hefi kynnzt. En það er kristilegi Al- þýðuskólinn í Sigtúnum í Svíaríki. Ég kom í hann í haust, sem leið, og rifjuðust þá upp fyrir mér gamlar minningar, er ég dvaldist um hríð í skólanum. Skólinn er risinn andlega á grunni kristilegrar hreyfing- ar eða vakningar í landinu — ungkirkjuhreyfingarinnar svonefndu. Það eru einkum ungir stúdentar í Uppsölum og Lundi, sem hrinda henni af stað árin 1908 og 1909. Þeir hafa öðlazt nýjan og djúpan skilning á opinberunar- sannindum kristindómsins og orðið gagnteknir af alvöru tímanna og ábyrgð. Þeir eru brennandi í anda, og hreyf- ingunni vex skjótt afl og þroski. Þeim verður ljóst, hvaða starf þeir eiga að vinna: Sænska þjóðin á að nálgast meir og meir það mark, er Guð hafði fyrir augum, þegar hann lét hana verða til. Hún á að verða Guðs þjóð. Þeir hefja starf sitt með því að ferðast saman tveir og tveir um landið og leitast hvarvetna við að vekja andlegt líf. Kross- ferðir voru þessar ferðir nefndar. Síðar beinist hugurinn meir að því að eignast fasta miðstöð, sem andlegir straum- ar berist frá um landið. Þar eiga einnig að sameinast hug- sjónamenn á hvaða sviði sem er. Sigtún eru valin til að verða þessi miðstöð. Veldur einkum þrennt: Dásamleg náttúrufegurð í skógunum við Löginn, ágætar samgöngur miðja vega milli Stokkhólms og Uppsala og síðast en ekki sízt dýrar sögulegar minn- ingar frá fyrstu tímum kristniboðsins í Svíþjóð. Ansgar> postuli Norðurlanda, gróðursetti kristnina í Bjarkey í Leg- inum hálfri annari mílu sunnar en Sigtún. Nokkrum ára- tugum síðar flyzt kristnin til Sigtúna, og verður þar aðal- gróðurlundur hennar í Svíþjóð og veglegar kirkjur rísa. Mun kristnin á þeim tímum vart hafa staðið annars stað- ar traustari rótum á Norðurlöndum. Sigtúnastarf þeirra ungkirkjumanna hefst með því, að reistur er kirkjulegur alþýðuskóli og tekur hann til starfa á 4 alda afmæli siðaskiptanna, 31. okt. 1917. Skólastjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.