Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 10

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 10
176 KIRKJURITIÐ og sameinast fyrri hversdagsstörfum. Það getur orðið erfitt þar, sem menn staiida einir uppi. En þá er bezt að hugsa aðeins um líðandi dag, að lifa hann andlegu lífi og láta morgundaginn bera umhyggju fyrir sér. Þannig léttist baráttan. Svo líður að því, að vini eða vinum er sagt frá hugsjónunum og smám saman færist starfssviðið út. Verður þá góður styrkur fyrir hvern og einn að minn- ast þess, að nú starfi margir víða um land með þeim í sama anda að þessu dýrlega marki: Sænska þjóöin Guðs þjóð. Á eftir er sunginn krossfarasálmurinn eftir Eklund biskup í Karlstad: Kirkja feðranna á foldu Svía. Á simnudagskvöldum safnast stundum allt skólafólkið saman í borðsalnum og skipar sér umhverfis arininn. Þar logar glatt í brenninu, en annað Ijós er þar ekki. Ýmsh í fólkshringnum skiptast á um að lesa upp, syngja eða segja frá. Aldrei finnst það betur en á slíkum kvöldum, að skólinn er sameiginlegt heimili allra. En kapella er hjarta þess. Þar eiga menn beztar stund- ir í Sigtúnum. Kvölds og morgna eru þar haldnar bænii'- Er það mjög hátíðlegt, en óbrotið. Einkum er gott að vera þar á kvöldum. Rökkur er yfir, meðan lesið er úr Ritningunni, og í kyrrðinni til bæna, en meðan sungið er, streymir yfir hvítt ljós ofan frá hvelfingunni. Einu sinni á viku er flutt við kvöldbænir stutt prédikun, og aetla ég að segja nokkuð frá hinni fyrstu, sem ég var við og get aldrei gleymt. Nemendur og gestir stofnunarinnar og fólk úr bænum safnast saman, meðan inngöngulag er leikið, og kapellan fyllist. Enginn er fyrir altari. öll- um verður það ósjálfrátt að festa augun við krossinn og ijósin og rósirnar á altarinu. Þá er sunginn sálmur, og í lok hans stígur skóiastjóri í stólinn. Texti hans er ummyndun Jesú á fjallinu. Fyrst talar hann um það, sem þungbærast sé af öllu, — andlega skrælnun. Er mikið um hana í lífi mannanna. Aðeins eitt ráð er til þess að vinna bót á henni, — það að stíga upp á fjallið, þar sem

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.