Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 12

Kirkjuritið - 01.09.1951, Side 12
178 KIRKJURITIÐ heilir og það renni saman í eitt, sem áður var í rnolum- Rósin er ímynd þess, sem náttúrlegt er og blátt áfram- öllu, sem aðfengið er, verður að svipta burt, svo að það komi í ljós, hver sé tilgangur Guðs með lífi hversu um sig- Lífið verður að vera líf hjartans. Að öðrum kosti er það dautt. Hjartað verður einnig að elska, og ekki aðeins þaL sem það finnur ást á móti, heldur jafnvel þar, sem það hittir fyrir kulda og misskilning. En það getur hjartað ekki nema krossinn standi í hinu allra helgasta og lyfti sálinni upp til þess kærleiks, sem þjónar og líður og fórn- ar sjálfum sér. * Ég vona, að enginn misskilji orð mín svo, að kristi- legur æskulýðsskóli fyrir þjóðkirkju Islands eigi að verða stæling á þessum skóla. Rætur hans eiga að standa djúpt í íslenzkri mold, má t. d. mikið læra af Sökum Eggerts Ólafssonar og hugmyndum Vísa-Gísla um aðalsmanna- skóla, og síðast en ekki sízt af starfi okkar beztu presta, sem jafnframt hafa verið kennarar. En ég tel einsætt, að skólastarf og skólalíf kirkjulega skólans í Sigtúnum verði að meira eða minna leyti haft til hliðsjónar okk- ar skóla. Okkar skóli á einnig að standa á fornhelgum og fögr- um stað, þar sem minningar um kristilegt og kirkjulegt starf og líf svífa yfir vötnunum. Ég á með því við Skál- holt. öll Prestafélagsstjórnin er sammála um það, að þar sé æskilegastur staður. Við höfum einnig rætt um málið við Skálholtsnefndina eða menn úr henni, og mun formaður hennar, Sigurbjörn Einarsson prófessor, taka til máls á eftir mér og lýsa afstöðu nefndarinnar. Ég aðeins taka það skýrt fram, að búnaðarskóli getur jafnt staðið í Skálholti fyrir því, þótt þar verði kirkjuskóli- 1 prestakallaskipunamefndinni, sem nú situr, mun Þa^ verða lagt til að öllum líkindum, að Skálholtssókn ein verði prestakall út af fyrir sig, er vígslubiskup Skálholts- biskupsdæmis þjóni. En honum er vissulega ætlandi meira

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.