Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 30

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 30
196 KIRKJURITIÐ í Borgarfirði, Garðskirkju í N.-Þingeyjarprófastsdæmi, Saur- bæjarkirkju á Kjalamesi, Glaumbæjarkirkju í Skagafirði, Reykholtskirkju í Borgarfirði, Borgarkirkju á Mýrum, Bæjar* kirkju í Borgarfirði, Staðarkirkju í Hrútafirði, Reynistaðar- kirkju í Skagafirði og Villingaholtskirkju í Árnessprófasts- dæmi. Til þessara viðgerða hafa verið veitt lán úr Hinum al- menna kirkjusjóði, samtals 96 þúsund krónur. Lokið hefir verið að mestu leyti byggingu prestsseturshúsa á Akureyri, Djúpavogi og Hruna. En í smíðum eru prests- seturshús á Heydölum og Ásum í Skaftártungu. Endurbætur hafa farið fram á allmörgum eldri prestssetrum. Enn er rétt í þessu sambandi að geta þess, að kirkjumálaráðherra ákvað á síðastliðnu sumri að leggja niður Viðvík sem prestssetur, en reisa jafnframt prestsseturshús að Hólum í Hjaltadal, °% er byrjunarfjárveiting til þess húss á gildandi fjárlögum. Alls eru á gildandi fjárlögum veittar til byggingar prestsset- urshúsa 600 þúsund krónur, til útihúsa 200 þúsund og til endurbóta á eldri prestssetrum 300 þúsund krónur. Miðað við byggingarþörfina á prestssetrunum annars vegar og ríkjandi dýrtíð hins vegar, sem veldur því að sæmilegt prestsseturshús mun kosta nú allt að kr. 400 þúsund, eru þessar fjárveitingar allsendis ófullnægjandi, og er langt fra því að nægja til byggingar tveggja prestsseturshúsa, í stað þess að ætlazt var til, þegar lögin um hýsingu prestssetra voru sett, að 4 slík hús yrðu reist á ári, enda stóð það ákvæði í frumvarpinu upphaflega, en var fellt niður í meðferð þings- ins, þó eigi á þeim forsendum, að það væri eigi full þörf a byggingu fjögurra húsa árlega, heldur ’vegna hins, að það þótti ekki varlegt að lögbinda slíka fjárveitingu um langa framtíð, heldur yrði hún að einhverju leyti að fara eftir hag og afkomu ríkissjóðs á hverjum tíma. Nú hefir þörf undanfarinna ára kallað svo mjög á fram- kvæmdir, að fjárveitingum hvers árs hefir að verulegu leyt1 verið eytt fyrirfram, og nú er svo komið, að ráðuneytið hefir beinlínis tekið lán hjá einstökum prestum og fyrirtækjum, lán sem óhjákvæmilegt verður að greiða af fjárveitingum næstu ára. Af þessu er sýnt, að ef byggingar prestsseturshúsa og við- gerðir eldri prestssetra eiga ekki gjörsamlega að stöðvast a

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.