Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 38

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 38
204 KIRKJURITIÐ með öllu óeðlileg, þar sem þjóðinni hefir fjölgað um marga tugi þúsunda á síðastliðnum 40 árum, en tala prestanna hins vegar aðeins 9 hærri en lögin frá 1907 ákváðu. En með þeim lögum var prestum landsins fækkað úr 141 í 106, og hefir sú stórfellda fækkun verið að koma til framkvæmda á undan- förnum áratugum, þrátt fyrir stöðuga fjölgun þjóðarinnar. 2. Hins vegar getur prestastefnan fallizt á, að vegna breyttra aðstæðna sé fyllilega réttmætt að endurskoða prestakallalög- gjöfina, með það fyrir augum, að starfskraftar prestanna fái sem bezt notið sín. 3. Prestastefnan fellst á hugmynd skipulagsnefndarinnar um kennsluprestaköll, enda sé tillit tekið til þess í launakjör- um og starfsundirbúningi, að presturinn eigi að hafa kennslu með höndum. 4. Prestastefnan telur, að ekki sé rétt að ætla hverjum presti meira en 4 sóknir, ef starf hans eigi að koma að full- um notum. 5. Prestastefnan álítur, að við staðsetningu prestssetra skuli tekið tillit til staðhátta. í sveitum landsins sé unnið að þvl> að upp rísi menningarmiðstöðvar, þar sem unnt sé að sam- ræma sem bezt starfskrafta opinberra aðila. Prestssetur séu ekki flutt frá fomfrægu helgi- og menningarsetri sveitanna, nema sýnt sé, að presturinn hafi annars staðar betri starfs- aðstöðu. Hún varar alvarlega við fljótfæmi í þessu efni, Þar eð dæmi em til þess, að allfjölmenn þorp hafa svo að segja lagzt í eyði, eða fólksfjöldi minnkað þar engu síður en í sveit- um. Að sjálfsögðu sé þeirri meginreglu haldið, að kirkja sé á prestssetrinu. 6. Prestastefnan telur, að fyrri samþykktir um prestsþjón- ustu í Skálholti eigi að gilda, og vísar í því efni til frumvarps um endurreisn Skálholtsstóls, er stjómskipuð nefnd hefir þegar lagt til við ríkisstjómina, að borið verði fram á Alþingi. 7. Prestastefnan þakkar þá ákvörðun kirkjustjómar að flytja prestinn heim til Hóla, og væntir þess, að það verð1 upphaf þeirrar kirkjulegu endurreisnar Hólastóls, sem hugir Norðlendinga standa til. 8. Prestastefnan telur, að fjölga skuli prestum í Reyk]a' vík, eins og lög standa til, og að æskilegt sé, að í hverri sókn sé einn sóknarprestur.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.