Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 38

Kirkjuritið - 01.09.1951, Síða 38
204 KIRKJURITIÐ með öllu óeðlileg, þar sem þjóðinni hefir fjölgað um marga tugi þúsunda á síðastliðnum 40 árum, en tala prestanna hins vegar aðeins 9 hærri en lögin frá 1907 ákváðu. En með þeim lögum var prestum landsins fækkað úr 141 í 106, og hefir sú stórfellda fækkun verið að koma til framkvæmda á undan- förnum áratugum, þrátt fyrir stöðuga fjölgun þjóðarinnar. 2. Hins vegar getur prestastefnan fallizt á, að vegna breyttra aðstæðna sé fyllilega réttmætt að endurskoða prestakallalög- gjöfina, með það fyrir augum, að starfskraftar prestanna fái sem bezt notið sín. 3. Prestastefnan fellst á hugmynd skipulagsnefndarinnar um kennsluprestaköll, enda sé tillit tekið til þess í launakjör- um og starfsundirbúningi, að presturinn eigi að hafa kennslu með höndum. 4. Prestastefnan telur, að ekki sé rétt að ætla hverjum presti meira en 4 sóknir, ef starf hans eigi að koma að full- um notum. 5. Prestastefnan álítur, að við staðsetningu prestssetra skuli tekið tillit til staðhátta. í sveitum landsins sé unnið að þvl> að upp rísi menningarmiðstöðvar, þar sem unnt sé að sam- ræma sem bezt starfskrafta opinberra aðila. Prestssetur séu ekki flutt frá fomfrægu helgi- og menningarsetri sveitanna, nema sýnt sé, að presturinn hafi annars staðar betri starfs- aðstöðu. Hún varar alvarlega við fljótfæmi í þessu efni, Þar eð dæmi em til þess, að allfjölmenn þorp hafa svo að segja lagzt í eyði, eða fólksfjöldi minnkað þar engu síður en í sveit- um. Að sjálfsögðu sé þeirri meginreglu haldið, að kirkja sé á prestssetrinu. 6. Prestastefnan telur, að fyrri samþykktir um prestsþjón- ustu í Skálholti eigi að gilda, og vísar í því efni til frumvarps um endurreisn Skálholtsstóls, er stjómskipuð nefnd hefir þegar lagt til við ríkisstjómina, að borið verði fram á Alþingi. 7. Prestastefnan þakkar þá ákvörðun kirkjustjómar að flytja prestinn heim til Hóla, og væntir þess, að það verð1 upphaf þeirrar kirkjulegu endurreisnar Hólastóls, sem hugir Norðlendinga standa til. 8. Prestastefnan telur, að fjölga skuli prestum í Reyk]a' vík, eins og lög standa til, og að æskilegt sé, að í hverri sókn sé einn sóknarprestur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.