Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 71

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 71
GÓÐTEMPLARAREGLAN 100 ÁRA 237 un hennar, svo að það félagsform var orðið æði þekkt og vinsælt. Ýmsar slíkar reglur, er höfðu bindindisheit að inntökuskilyrði, höfðu einnig verið stofnaðar. En Góð- templarareglan var sú þeirra, sem starfaði á einna breið- ustum grundvelli, vildi ná til allra, karla og kvenna, eldri sem yngri, og verða alheimshreyfing, er næði sem flestum mönnum inn í félagsskap sinn. Reglan óx einnig mjög ört hina fyrstu áratugi. Árið 1876 er tala féiaga hennar orðin 721 þúsund, og það hefir hún orðið hæst. En ýmsar deilur og erfiðleikar innan Reglunnar ollu sundrungu og jafnvel klofningi, svo að mjög fækkaði félögunum næstu áratugina. örlagarikust varð þar deilan um afstöðuna gagnvart Svertingjum. Reglan hafði þó frá öndverðu sett sér það mark að taka ekkert tillit til litarháttar manna, kynþátta né trúar- bragða, en fráhvarf frá þeirri meginreglu olli mesta tjóni. I megingrein hennar héllt þó sú stefna velli, og hefir svo verið síðan til þessa dags. Reglan barst til Norðurálfu árið 1868, er fyrsta stúkan var stofnuð á Englandi. Á síðustu áratugum hefir hún átt sér aðalból á Norðurlöndum, en mjög er nú fækkað félögum hennar í Ameríku. Lang-fjölmennust er Reglan 1 Svíþjóð, þar sem nær 186 þúsund manna teljast félagar hennar, þá í Noregi, rúmlega 45 þúsund, en í hlutfalli við íbúatölu er hún fjölmennust á Islandi, þar sem 7,57% teljast félagar. Félagatalan hér á landi var um síðustu áramót 10924, af þeim 4683 í stúkum fullorðinna, en 6241 J barnastúkum. Góðtemplarareglan á Islandi hefir alltaf starfað í góðri samvinnu við kirkjima, og margir af beztu liðsmönnum hennar verið úr hópi presta, eins og prestar urðu fyrstir th þess að hefja hér á landi baráttuna fyrir málstað bindindisins. Kirkjan hefir einnig margoft viðurkennt starf Reglunnar, og nú síðast á þessu sumri með því, að biskup landsins þjónaði fyrir altari í Akureyrarkirkju, ásamt vígslubiskupi Hólastiftis, við setningu Stórstúku-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.