Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 82

Kirkjuritið - 01.09.1951, Page 82
248 KIRKJURITIÐ orð flutt í ábyrgri kirkju. Þingið mun verða sótt af lúth- erskum mönnum víðsvegar að úr heiminum og eru marg- ar kirkjur þegar farnar að undirbúa þátttöku sína. Þingið verður sett í hinni svokölluðu Torg-kirkju í Han- nover, sem er elzta lútherska kirkja borgarinnar. Á stríðs- árunum varð hún fyrir skemmdum, en hefir nú verið end- urbyggð og verður vígð við þetta tækifæri. 1 sambandi við þingið verður sérstakt æskulýðsmót og mót fyrir konur, sem vinna að kirkjumálum. Þá hefir ver- ið gerð kvikmynd um ævi og starf Marteins Lúthers, er sýnd verður á mótinu, og kirkjulegar sýningar verða haldnar í sambandi við það. Ekki er að efa, að kirkjuþing þetta verður hið merki- legasta, og væri mjög æskilegt, að íslenzka kirkjan ætti þar bæði fulltrúa og þátttakendur. Biskupsskrifstofan mun án efa geta gefið allar nauðsynlegar upplýsingar um þingið. Ó. J. Þ. Erlendar fréttir. Kirkjuþing í Lundi 1952. Hin merka kirkjuhreyfing „Faith and Order“, eða trú og kirkjuskipun, heldur næsta alþjóðaþing sitt í Lundi næsta sum- ar. Hefir í sumar farið fram mikill undirbúningur undir þiog þetta í samvinnu við Alþjóða kirkjuráðið í Genf. Yngve Brilioth, erkibiskup Svía, verður aðalleiðtogi þings- ins, en hann er tengdasonur hins mikla kirkjuhöfðingja Svía, Natans Söderbloms, er mjög beitti sér fyrir kirkjulegri alþjóða- samvinnu. Kirkjan og flóttamannavandamálið. Eitt hið mesta vandamál nú á dögum er, hvemig hjálpa skuli þeim mikla fjölda fólks, sem orðið hefir að flýja heim- ili sín, af styrjaldar- og stjórnmálaástæðum, og á hvergi höfði

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.