Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 18

Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 18
8 KIRKJURITIÐ í sálminum, sem vér sungum áðan — ef til vill fegursta nýárs- sálmi veraldarinnar — eru dregnar hliðstæður milli þessarar myndar og blessaðrar sólarinnar, sem leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. En sá er þó munurinn, að þótt allar sólnanna sólir slokkni, þá varir þessi sól — Jesús Kristur — frá eilífð til eilífðar. Og þar sem geislar liennar falla í heimi andans, þar sprettur siðgæð- ið sjálfkrafa og kemur vor og sumar. Eins og land vort tekur nú að halla sér meir og meir með degi hverjum að sólinni í ríki náttúrunnar, þannig skulum vér nú, íslenzka þjóðin, horfa við ljósi heimsins, Jesú Kristi, og gef- ast honum á vald. Ég fékk nýlega bréf, sem snart mig djúpt. Það var liróp og kall á lifandi kristindóm, logheit þrá eftir vissunni um eilíft líf, þrá til hans, er mælti: Ég lifi, og þér munuð lifa. Er ekki Jietta einnig Jirá allrar Jijóðarinnar, enda Jiótt hún víða bærist aðeins í blundi? Getur ekki Jietta mikla ár minninga og sjálfsprófunar vakið Jirána alls staðar, á hverju heimili og í hverju hjarta, tryggt frelsi vort og sjálfstæði á örlagatímum, gefið oss öllum „hnossið það, sem heill er Jijóða, hreina trú og siðgæði?“ Sjá, hann stendur við dyr nýja ársins og knýr á. Frelsarinn. Svarið bvr í hjarta þinu og mínu. Gleðilegt nýár í Jesú nafni. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.