Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 31

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 31
Scra Sigurbiörn A. Qíslason áttrœður Séra Sigurbjörn Á. Gíslason er fæddur í Glæsibæ í Sæmundarhlíð 1. janúar 1876. Foreldrar hans voru Gísli Sigurðsson, lengi bóndi að Neðra-Ási í Hjaltadal, og Kristín Björnsdóttir, kona hans. Sigurbjörn varð stúdent frá Lærðaskólanum í Reykjavík 1897 og kandidat frá Prestaskólanum 1900. Hlaut hann mjög háa I. einkunn við hvorn tveggja skólann. Síðan stundaði hann framhaldsnám í guð- fræði á Norðurlöndum í 16 mán- uði samfleytt Og enn átti hann á næstu árum öðru hverju dvöl erlendis, m. a. í Vesturheimi, til þess að kynna sér kirkjumál og uppeldismál. Og mörg kirkjuleg °g kristileg mót hefir hann sótt, sem hér yrði of langt upp að felja. En til alls þessa mun hann hafa varið 3—4 árum ævi sinnar. Hann naut styrks frá danska heimatrúboðinu og konungi til kristilegrar starfsemi innan þjóðkirkju íslands 1901—1925, og ferð- aðist um landið í nærfellt 30 ár til þess að tala um kristindóms- mál. Hann var kennari við Vélskóla íslands 1915—1945, og við fleiri skóla hefir hann kennt. Hann var vígður til prestsþjónustu ' Elliheimilið Grund í Reykjavík 23. ágúst 1942, en hann átti huinkvæðið að því, að sú mikla og merka stofnun var reist. Hegnir hann enn þessu prestsstarfi. Hann var einn í nefnd þeirri, ei Vann að undirbúningi löggjafarinnar um barnavernd og for- "laður barnaverndarráðs 1932—36. Yfirleitt hefir hann látið •nannúðarmál og líknarmál mjög til sín taka. Hann var ritstjóri 'laðsins Bjarma um fjölda ára.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.