Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 33

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 33
Scra Svcinn Vtkingur scxtugur Séra Sveinxi Víkingur er fæddur að Garði í Keldu- hverfi 17. janúar 1896, sonur Gríms bónda þar Þórarinsson- ar og Kristjönu Guðbjargar Kristjánsdóttur, konu hans. Hann varð stúdent utan- skóla frá Menntaskóla Reykja- víkur 1917 og lauk embættis- prófi í guðfræði við Háskól- ann snemma á árinu 1922. Því næst varð hann aðstoðarprest- ur séra Halldórs Bjarnarsonar að Skinnastað til 1924, vígður 18. maí 1922. Árin 1924-1926 var hann settur prestur í Þór- oddsstaðarprestakalli. Skipaður prestur í Dvergasteinsprestakalli 1926 og sat fyrst að Dvergasteini 1926—1938 og var bóndi jafn- framt, en síðan í Seyðisfjarðarkaupstað 1938—1942. Þá fluttist hann til Reykjavikur og gerðist skrifstofustjóri biskups og hefir verið það síðan. Séra Sveinn er atorkumaður mikill og skyldurækinn, predikari agætur, og þótti mikið koma til prestsskapar lians. Hann er hæði fjölhæfur og fjölvitur, prýðilega ritfær og skáldmæltur Veh en fer dult með þá gáfu sína. Þykir honum sem nógu marg- 11 fáist við að yrkja og birta ljóð sín, þótt hann gangi undan. Skrifstofustjóraembætti sitt rækir hann svo vel, að vart verð- U1 a hetra kosið. Auk þess er hann mjög skemmtilegur maður 1 samvinnu, glaður og orðheppinn. Er hann einn þeirra manna, Sem sífellt vex við nánari kynni. Hann er kvæntur Sigurveigu Gunnarsdóttur frá Skógum í xnrfiiði, og eiga þau tvo svni og tvær dætur. Kirkjuritið óskar honum aílrar blessunar á þessum tímamót- Um ævi hans. Á. G.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.