Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 39

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 39
ALÞJÓÐLEGT ÆSKULYÐSMÓT 29 Þá hefir danska félagsdeildin haft forgöngu um hinar svo- nefndu fenningarbarnaferðir, þar sem fermingarbörnum er boð- ið í viku ferðalag til Sviss, Ítalíu eða Austurríkis, í stað þess að stórfé sé eytt í fermingarveizlur. Hafa slíkar ferðir mælzt mjög vel fyrir. Alls munu yfir 6000 dönsk fermingarbörn hafa farið slíkar ferðir. í haust munu hafa ferðast um 500. Islendingar tóku nú í fyrsta sinni þátt í starfsemi Alþjóða vina- úreyfingarinnar. Á liðnum vetri barst Menntamálaráðuneytinu boð um þátttöku í mótinu. Var það. jafnframt beðið um að annast val unglinganna. Var síðan auglýst eftir þátttakendum til farar- hinar. Alls munu hafa sótt um rúmlega fimm sinnum fleiri en heimilt var að senda. Var því valið úr hópnum og sendir 25 'eiglingar, auk fararstjórans, sem var séra Jónas Gíslason, Vík. ^lýrdal. Auk þess voru tveir aukaþátttakendur. Unglingar þess- U' voru víðs vegar að af landinu, flestir skólanemendur, á aldrin- Lni 14—18 ára. Veitti ráðuneytið ríflegan styrk til fararinnar. íslenzku þátttakendurnir lögðu af stað frá íslandi hinn 7. ágúst 111 eð „Dronning Alexandrine“ og komu til Kaupmannahafnar hinn 12. s. m. Var þeim flestum komið fyrir á einkaheimilum í Pi'iðriksbergi, þar sem þeir dvöldust til 30. ágúst, er þeir lögðu af stað heim með sama skipi. Tilgangur þessa æskulýðsmóts var tvíþættur. Fyrst og fremst v ar verið að gefa þátttakendum tækifæri til þess að kynnast inn- byrðis og jafnframt Danmörku, landi og þjóð. Jafnframt voru rædd þarna ýmis þau vandamál, sem efst eru á baugi í samskipt- Uir> þjóðanna í dag. Aðalumræðuefni mótsins var: Bandaríki Evrópu. Ýmsir háttsettir stjórnmálamenn fluttu ávörp og ræður, m- a- var mótið sett af H. C. Hansen, forsætisráðherra Dana. Uinræðurnar fóru fram í húsakynnum Ríkisþingsins danska. rmsir erfiðleikar eru um framkvæmd slíkra móta, þar sem þátttakendur koma frá mörgum ólíkum þjóðum. Erfiðasta vanda- málið var tungumálið. Þrátt fyrir það er óhætt að segja, að mót- ið tókst ágætlega. íslenzku J)átttakendumir voru allir mjög Lnægðir með förina. Má segja, að hún hafi tekizt með ágætum,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.