Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 45
KRISTILEGT ÆSKULYÐSFÉLAG 35 Þá gekk prestur fyrir altari, og sunginn var sálmurinn allur. Athöfninni lauk með því, að sungið var versið: „Son Guðs ertu nieð sanni“. Milli fjörutíu og fimmtíu félagar gengu í hið nýstofnaða félag. Kirkjan var næstum fullsetin, og voru langflestir kirkjugestir ®skufólk. Ragnar Fjalar LÁrusson. Eftir R. Tagore Eg hafði farið betlandi hús úr húsi meðfram þjóðveginum. Þá birtist hinn gullni vagn þinn álengdar eins og dýrlegur draumur, og ég spurði undrandi með sjálfum mér, hver þessi konungur konunganna gæti verið. Vonin ölvaði mig, því að mér þótti sem þrautadagar mínir væru á enda. Eg staðnæmdist og beið þeirrar ölmusu, sem gæfist óbeðið, og að þú stráð- Ir ógrynni auðæfa á götu mína. Hvað gerist, þegar vagn þinn staðnæmist lijá mér? Þér verður litið á nilS, °g brosandi stígur þú niður úr vagni þínum. Eg fann, að loksins hafði kamingjan hlaupið mér í fang. Þá réttir þú skyndilega frarn hægri höndina °S segir: „Hvað getur þú gefið mér.“ En sú konunglega snilli að biðja betlara beininga með opnum lófa! Ég '!ssi ekkert, hvaðan á mig stóð veðrið, og stóð undrandi á báðum átt- Uni' Síðan tók ég hikandi alsmæsta sáðkomið, sem mér hafði gefizt, upp Ur lna^ niínum, og lagði það í lófa þinn. En hvílík var ekki rmdrun mín, þegar ég, að kvöldi, tæmdi pokann nnnn á gólfið, því að innan um allt skranið, fann ég örlítið ekta gullkorn. Þá harmaði ég það sáran, og óskaði þess af öllu hjarta, að ég hefði gefið þér allt — já, allt, sem ég átti. G. Á. þýddi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.