Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 46

Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 46
KRISTNIR ÁHRIFAMENN 1 Peter Hognestnd Björgvinjarbiskup Norðmenn hafa jafnan verið miklir áhugamenn um trúmál og átt marga ágæta kirkjuleiðtoga allt fram á þennan dag. Einn þeirra var Peter Hognestad. Hann fæddist 12. nóvember 1866 á Túni á Jaðri og var bænda- ættar. Bar það með sér alla ævi, m. a. í útliti, minnti á hæglát- an, yfirlætislausan en hlýlegan íslenzkan dalabónda, ef mað- ur mætti honum á förnum vegi. Reyndist frábær námsmaður á yngri árum, m. a. mikill málagarpur, og tók guðfræðipróf með heiðri 1891. Síðan fór hann námsferð til ýmissa landa. Fékkst við kennslustörf fyrst eftir heimkomuna, en gerðist brátt fram- kvæmdarstjóri ungmennafélagsins í Stafangri og þótti mjög vel til þess fallinn. Þá varð hann kennari og eitt ár forstöðumaður kennaraskólans á Notodden. Um skeið stiftskapellan í Oslóar- biskupsdæmi. 1908—16 prófessor í Gamla testamenntis fræðum við guðfræðiskóla safnaðanna í Osló. Síðan biskup í Björgvin til dauðadags 1. september 1931. Hognestad var lærður maður, einkum í guðfræði og sögu, og sakir málakunnáttu sinnar átti hann meðal annars þátt í endur- þýðingu norsku Biblíunnar. Hann var einn af baráttumönnun- um fyrir útbreiðslu „landsmálsins“ í Noregi. Vígsla hans var fyrsta biskupsvígslan, sem framin var á því máli. Síðar átti Hognestad frumkvæði að því, að helgisiðabókin norska kom út á landsmáli og mikinn þátt í sálmabókinni, sem prentuð var á þeirri tungu. Áhugi hans á þessum efnum varð m. a. því vald- andi, að hann las mjög ýmissar íslenzkar fornbókmenntir, og fékk ást á íslandi, auðnaðist líka einu sinni að sækja það heim. Hognestad var fylgjandi Alkirkjuhreyfingunni og tók sem full- trúi Norðmanna þátt í fundarhöldum á hennar vegum. Á ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.