Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 56

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 56
46 KIRKJURITIÐ þess ætlazt, að höfð sé liliðsjón til aukatekna. Þetta var miðlunartillaga, sem menn líta efalaust á nokkuð misjöfnum augum. Aðalatriðið virðist, að prestar og aðrir í þjónustu kirkjunnar njóti áþekkra launa og þeir, sem liafa svipað undirbúningsnám, og gegna á lika trúnaðarstöðum. — Ymis atriði mætti ræða frekar í þessu sambandi, t. d. aukatekjurnar. En þessu launa- stríði er nú lokið, og verður það ekki rakið frekar að sinni. Eitthvert mesta ritverk Nobelsverðlaunaskáldsins Halldórs Kiljan Laxness, saga Olafs Kárasonar Ljósvikings, hefir komið út í nýrri útgáfu. Heita nú öll fjögur bindin Heims Ijós. Áður nefndist fyrsta bindið Ljós heimsins eins og kunnugt er. (Nú Kraftbirtingarhljómur guðdómsins.) Milli þessara titla er heilt haf. Þetta minnir mann líka á ákaflega merkilega setn- ingu, sem skotið hafði verið inn í textann á kvikmyndinni af Sölku Völku, um undrið mesta, að Jesús Kristur hefði einn dáið heiminum til frelsunar. Og enn rifjast upp gömul mynd, sem kom i Stúdentablaðinu 1. des. síðast- liðinn af Kiljani í hvíta voðum. Hver veit hvað þessi íslenzki ritsnillingur á eftir að boða í framtíðinni, þegar á honum standa augu alls heimsins? FögUl’ gjöf. Séra Björn Jónsson í Árnesi skrifar: „Óli Guðjón Halldórs- son, kaupmaður í Reykjavík, Valgerður Guðnadóttir kona hans og systkini hans, frú Guðrún í Reykjavík, Hannes, kaupmaður á ísafirði, og frú Hallfríð- ur sama stað, hafa gefið kr. 5.000,00 í orgelsjóð Árneskirkju til minningar um foreldra sína, Halldór Jónsson, bóndi á Melum, og Guðbjörgu Óladóttur konu hans. Ennfremur safnaði Óli kaupmaður kr. 2.500,00 meðal ýmissa vina og sveitunga í sama sjóð. Fyrir hönd sóknarnefndar og safnaðar er mér ljúft og skylt að þakka þessa góðu og rausnarlegu gjöf.“ Gísli Sveinsson, f. sendiherra og kirkjuráðsmaður, átti nýlega 75 ára afmæli, og var þess minnzt með fjölmennu samsæti, sem þeim hjónum var haldið 10. f. m. Margar ræður og kvæði voru flutt heiðursgestinum, og hon- um þökkuð ágæt störf, m. a. í þjónustu kirkjunnar. Séra Pétur Ocldsson, prófastur, dvelur við sönglistamám í Þýzka- landi. Lætur hann vel af líðan sinni, en leggur hart að sér við námið. Hyggst að taka tvö kennslumisseri í einu. Jafnframt stundar hann fleiri greinar. Sækir um 30 kennslustundir á viku. M. a. kveðst hann hafa kynnzt Mikalesbræðrum, sem er félag lúterska presta, er álmga liafa á helgisiðum og vilja taka upp skriftir. Var á ársþingi þeirra og kynntist mörgum prest- um. Kemur heim undir vorið.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.