Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 10

Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 10
344 KIRKJURITIÐ Meðal landa vestra verða trúarleg viðhorf höfuðdeiluefnið, hér stjórnmál. Ýmsir erlendir rithöfundar sjá meðal stórþjóða í uppsiglingu nýja gerð trúarbragða. Ég vil í því sambandi t. d. minnast á bók eftir Julian Huxley: Man in the Modern World. Hann ræð- ir þar þetta efni og telur, að pólitískar stefnu taki nú meira á sig svip fastmótaðra trúflokka. Hann segir meðal annars: Þróun þessi er þegar hafin. Menn veiti t. d. athygli hinum trú- arlegu þáttum í kommúnisma Sovétríkjanna, ofstækinu, strang- trúnaðinum, hinum áköfu trúfræðilegu deilum, dýrkun Lenins, innvígslu í flokkinn, ofsóknunum, ákafa og hrifningu almenn- ings, hreintrúarþættinum, hópsefjuninni, ritskoðuninni. Og svip- aða þætti telur hann að sjá megi í Nazismanum. Hvar sem stefnur þessar ná fótfestu, bera þær þennan svip. Og það dugir ekki að loka augum fyrir því, að aðrir flokkar hafa tilhneigingu til að draga hér dám af, taka upp líkar bar- dagaaðferðir. Hvar sem prestskosning hefur fram farið á landi hér síðari ár, hafa pólitísk öfl látið eitthvað til sín taka. í lokaátökunum hafa þau oft valdið úrslitunum. Slík þróun kann áður en varir að leiða til klofnings innan safnaðanna og stofnun fríkirkna út frá stjórnmálaviðhorfum. Sjá menn, í hvert óefni er þá stefnt. VI. Tilrauna hefur gætt í þá átt að stöðva þessa öfugþróun, með því að láta kosninguna snúast meir um viðhorf í trúmálum og útiloka þannig allt annað. Hefur þess gætt sérstaklega í fjöl- mennustu köllunum. Hefur verið reynt að stuðla að því, að ekki fleiri en einn bjóði sig fram fyrir hverja trúmálastefnu. Fljótt á litið gæti þetta virzt fær leið. En sé betur að gáð, eru ýmsir gallar hér á. Hverjum flokki fyrir sig hættir til í harðnandi átökum að ýkja ágalla hinna stefnanna og nota sér um of af trúgirni og þekkingarleysi almennings á þessum málum. En það er ekki sæmandi á neinn hátt að afflytja mál andstæðinga sinna, sízt á þessu sviði, heldur verður að segja bæði kost og löst. Auk þess er það nú svo, að guðfræðilegar skoðanir skera ekki úr um það, hvort einhver reynist nýtur prestur eða ekki- Kemur þar margt fleira til, svo sem áhugi, einlægni, skapgerð

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.