Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 12

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 12
346 KIRKJURITIÐ VIII. í Kirkjublaðinu gamla ræðir ritstjórinn á einum stað um prestskosningar í Þýzkalandi og segir, að kirkjustjórnirnar dæmi kosninguna ógilda, sannist það, að hinn kjörni hafi per- sónulega beiðzt atkvæðis. Og talið sé jafnvel, að heimsókn um- sækjenda til vandalausra, án nauðsynlegs erindis, á undan kosn- ingu, sé sem persónuleg atkvæðabón. Svo lágt stendur siðferðið í þessu tilliti hér á landi, að þetta og annað þvílíkt er sízt talin nein fjarstæða, heldur sjálfsagð- ur hlutur. Soren Kierkegaard ræðir á einum stað um kand. theol. Fromm, sem er að sækja. Og hann spyr um, hvað er hann að sækja eða eftir hverju sækist hann. Og hann svarar, auðvitað sækist hann fyrst og fremst eftir guðsríki. Nei, hann fær að vita, að hann er að sækja um brauð. Og til þess hefur hann þurft að Ijúka skólanámi í gagnfræðaskóla, svo menntaskóla, loks háskóa. Höfundur stillir þessu þannig saman, að hver guð- fræðingur og prestur hlýtur að gerast nokkuð hugsandi um, hvar hann standi gagnvart háum, siðferðilegum hugsjónum. En hvað þá, ef þessi mikli siðabótarfrömuður hefði getað bætt við, að enginn gæti fengið aðstöðu til að þjóna friðarhöfð- ingjanum, nema fyrst að verða valdur að því, að væntanleg sókn- arbörn hans tækju að skipa sér i flokka heiftúðugra andstæð- inga, sem einskis svifust, og notuðu hvaða vopn, sem væru, til að ná tilgangi sinum? IX. Ekki er því að neita, að prestskosningalögin voru sett í góð- um tilgangi. Oft kunna þau að hafa gefizt vel. En á þeim hafa komið fram gallar, sem enginn getur lokað augunum fyrir. En hægara er í þessu máli sem öðrum að telja fram ágalla en benda á annað, sem betur hentaði. Mörgum mun finnast viðsjált að láta ráðherra einan skera úr um, hver hljóta skuli kirkjuleg embætti. Hitt væri trygg' ara, að nefnd kjörinna fulltrúa innan hvers prestakalls ásamf biskupi fjölluðu hér fyrst og fremst um og eftir ábendinga þeirra yrði maður settur til að þjóna ákveðinn reynslutíma, og hlyti hann síðan veitingu, ef engar óánægjuöldur risu gegn honum.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.