Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 15

Kirkjuritið - 01.08.1960, Page 15
KIRKJURITIÐ 349 félagsþegnum. Til þess er m. a. stöðugt unnið að umbótum á fangelsunum og meðferð fanganna og farnar ýmsar nýjar leið- ir, t. d. sú að auka frjálsræði sumra fanga sem allra mest. Og svo er ekki sízt hitt að hjálpa mönnum til að samlagast þjóð- félaginu og fá vinnu við sitt hæfi að hegningartímanum liðn- Ufn. Kveðst ráðherrann hafa haft víðtækt samstarf við kirkj- Ulla, uppeldisfræðinga og fjölmarga aðra, að því er þetta varðar. Butler segir í greinarlok: „Það er ekki mitt hlutverk, hver Se hlutur og skylda kirkjunnar í þessum málum, en mér fund- Ust nokkur ummæli H. S. Lew, fulltrúa höfuðrabbíans, afar um- hugsunarverð. Hann vakti athygli á því af fyllstu hógværð og uðeins í athugunarskyni, að glæpatala unglinga meðal Gyðinga hefur verið mjög lág eftir styrjöldina. Hann taldi þetta vera háð þeirri staðreynd, að fjölskylduböndin væru enn mjög sterk 1 hinu gyðinglega samfélagi. Hér kann að felast vísbending um það, í hvaða átt kirkjan á fyrst og fremst að beina kröftum sínum. Þótt það kunni að Vera sagt, að ég sýni feimuleysi með því að leggja áherzlu á ^að, sem kunnugum mönnum sé auðsætt mál, leyfi ég mér að

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.