Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 18
352
KIRKJURITIÐ
[Myndirnar, sem fylgja þessum pistli, eru teknar traustataki
úr Vár kyrka. Kápumyndin er af skátabæn — hin af „lausa-
gemsum“.]
Óhœfc.
Guðsþjónustan er almennasta og mikilsverðasta starfsmeðal
kirkjunnar. Samkvæmt markmiði sínu og tilgangi hlýtur kirkj-
an því að leitast við að ná til sem flestra með því móti. Og
þar sem um þjóðkirkju er að ræða, er ríkinu skylt að styðja
hana til þess.
Mér hefur alltaf verið ljóst, að útvarpsmessurnar eru á óheppi-
legum tíma, en nú veit ég, að óhæfilegt er að líða það lengur,
að hér sé ekki breytt um. Öllum hlýtur að skiljast, að tilgang-
urinn með þessum messum er sá sami og með öðrum, að ná til
sem flestra, en þar að auki er þeim sérstaklega ætlað að vera
þeim að liði, sem ekki geta sótt kirkju, sakir elli, vanheilsu
eða af mörgum öðrum ástæðum. Þess vegna verður að velja
þeim þann tíma, sem því fólki er sérstaklega hentugur, er við
slíkt á að stríða. Og þegar sá tími er fundinn, á ekki að vera
neinum vandkvæðum bundið að fá hann. Því að sunnudagur-
inn er framar öllu helgaður af kirkjunni og helgaður kirkjunni-
Þess vegna getur útvarpið ekki sem ríkisstofnun sett henni
stólinn fyrir dyrnar um þennan eina klukkutíma, ekki aðeins
helgidagsins, heldur allrar vikunnar, sem hún krefst af því.
Sá tími, sem nú er ætlaður útvarpsmessunum, mun aðallega
hafa verið valinn í upphafi vegna þess, að það er aðalmessutími
dómkirkjunnar í Reykjavík. En hann er annars yfirleitt alls
ekki messutími annars staðar. Flestum kirkjugestum finnst
hann mjög óheppilegur, þar sem þá er undirbúningstími heim-
ilanna undir höfuðmáltið hvíldardagsins. Af þeirri ástæðu er
hann líka óhentugur sem útvarpsmessutími fyrir allan almenn-
ing og þó húsfreyjurnar sérstaklega. En það sem gerir hann
með öllu óhæfilegan er, að í höfuðborginni og sennilega út um
land líka, er hann matmálstími sjúklinga og gamalmenna a
elliheimilunum. Þar af leiðandi er hann blátt áfram því vald-
andi, að þeim, sem útvarpsmessan er fyrst og fremst ætluð, er
blátt áfram gert ófært að njóta hennar. Þannig verður þesS1
tími kirkjunni til áfellis og háðungar. Það er líkast því, sem
hún telji það lítils vert, hvort fleiri eða færri hlusta á boðskap