Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 21

Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 21
KIRKJURITIÐ 355 Þær eiga aðeins eftir að átta sig á, hversu miklu þær geta hér áorkað — og hvað það er í raun og veru mikill hægðarleikur. Eg hef líka von um, að þær brjóti hér blað í sögu kirkjunnar fyrr en varir. Hjál'prœöisherinn. Þessi merki félagsskapur hefur nú starfað 65 ár hérlendis °g minntist þess með hátíðasamkomum í lok ágústmánaðar. Anda og stefnu hreyfingarinnar má lýsa með eftirfarandi sögu: Nokkru eftir að Herinn tók til starfa í Lundúnum, kom ókunnugur maður til höfuðstöðva hans og gaf þúsund pund til starfseminnar. Þegar hann var spurður, hverju þetta sætti, því að þá var algengara, að stofnunin sætti háði og aðkasti heldur en viðurkenningu, svaraði maðurinn á þessa lund: „Ég var um öaginn á gangi eftir Aldergate Street. Þá sá ég götusala vera að burðast við að lyfta poka með bortajárni upp í hjólbörur, an þess að hann hefði burði til þess. Þá bar þar að hávaxinn hefðarmann með pípuhatt. Hann stanzaði, snaraði pokanum léttilega upp í börurnar og talaði síðan eitthvað, að því er virt- ist vingjarnlega, við manngarminn. Mig furðaði svo á þessu, að eg vék mér að lögregluþjóni, sem þarna var, og spuröi, hvort hann vissi deili á þessu göfugmenni. „Hvað?“, svaraði hann. -.Þekkið þér hann ekki? Þetta var William Booth hershöfðingi! “ >.Jæja,“ hugsaði ég með sjálfum mér, „ef þetta er andinn inn- atl Hjálpræðishersins, skal ég leggja honum eitthvert lið við tækifæri." Svo hefur mörgum farið hér og annars staðar, síðan Herinn hom til sögunnar. Stofnendur hans voru sem kunnugt er Wil- ham Booth fyrrv. prestur og kona hans Catherine. Þau hófu hinar heimsfrægu útisamkomur sínar 1844 og var ætlunin með hví að draga að sér athygli þeirra, sem ekki skeyttu um venju- tegt starf kirkjunnar og einkum útigöngulýðsins. Herinn var hó fyrst formlega stofnaður 1865. 11. maí komu tveir „postul- ar“ Hersins hingað til lands, sendir frá Kaupmannahöfn. Voru Það Daninn Christian Eriksen, adjutant og kapteinn Þorsteinn ^avíðsson. Daginn eftir héldu þeir fyrstu samkomuna í Góð- templarahúsinu. Um haustið festi Herinn kaup á „Hótel Reykja- vík“ og nefndist það nú „Herkastalinn". I október s. á. kom klerópið hér út í fyrsta sinn. Fyrsta „hermannavígslan“ var

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.