Kirkjuritið - 01.08.1960, Side 23
Kirkjctn í stormviðri stjórnmálanna
á atómöld.
Oft hefur kirkja Krists átt í vök að verjast. Ofsóknir hið
ytra, ágreiningur og deilur hið innra hafa seint og snemma
verið sá níðhöggur, er nagaði greinar og rætur þessa lífsmeiðs
eiannkynsheilla.
Samt hefur hún ávallt, þegar alls var gætt, varðveitt vaxtar-
brodd frelsis og mannhelgi, þrátt fyrir öll mistök og misskiln-
ing forystuliðs síns á hverjum tíma. En það hefur samt stund-
Urr> sýnzt svo sem öllu hafi verið snúið við, og sá höggvið
skæðast, sem helzt átti að hlífa.
En allt hefur hún staðið af sér, og kannske ber hún aldrei
bjartari greinar né þróttmeiri rætur en nú. En oft var vand-
lun voðalegur. Allir hafa heyrt um ofsóknir og píslarvætti
íyrstu aldanna, einnig um það, hve erfitt var að verjast villu-
kenningum hins háþroskaða heiðindóms, sem hvarvetna smeygði
sér inn í skoðanir og siði, eftir að hún hafði náð útbreiðslu í
^estu menningarlöndum við Miðjarðarhaf.
Ekki varð meðlætið heldur hótinu betra, eftir að hagur varð
að kristnu heiti, svo að hræsni og sýndarmennska skópu andúð
°g óvirðingu hinna beztu manna gagnvart kristnum siðum og
^elgivenjum.
Síðar andaði og kalt frá deilum og sundrungu, orðaskaki,
þröngsýni og umburðarlyndisleysi. Og sannarlega varð kalt
Urn kirkjuna í háðstormum skynsemisstefnunnar og skynsem-
istrúarinnar, sem gerði mannlegan hroka og skynsemi að guði
°g gerði af henni líkneski til að falla á kné fyrir. En vitrustu
°g frægustu menn heims töldu auðvelt og skjótunnið að koll-
VarPa því, sem 12 fiskimenn hefðu byggt á nokkrum árum.
f^annig má lesa rúnir fortíðar, sögu þeirrar baráttu, sem
þlrkjan hefur háð öldum saman og orðið furðu sigursæl fyrir