Kirkjuritið - 01.08.1960, Síða 24
358
KIRKJURITIÐ
anda hans og almætti, sem var stofnandi hennar og er líf
hennar og hjartsláttur æ of aldir.
En hvernig birtist þessi barátta kristinnar kirkju nú á þess-
ari miklu öld uppfyndinga og eldflauga, geimkönnunar, tungl-
skota og styrjalda?
Er sú barátta svipuð og áður, svo að allar aðferðir óvina
séu kunnar og ekki sé því nauðsyn að líta í kringum sig, né
gjalda varhuga við nýjum aðferðum til árása og sigurvinninga.
Sagt er, að hver öld hafi sína siði og svo mun enn. Þær að-
gerðir og sú hertækni, sem nú er beitt af óvinum kirkjunnar,
er nú með allt öðrum blæ og ráðum en áður var.
Fáar sögur ganga um algert píslarvætti og engum sögum fer
af skurðgoðamyndum fegurðar eða hugsjóna, sem reistar séu
á stalla að fordæmi stjórnarbyltingar í Frakklandi á 18. öld.
En þeim mun lengra er nú gengið í því að lítilsvirða kirkj-
una og þegja hana í hel sem úrelta og einskisverða stefnu,
sem löngu síðan hafi misst gildi það, sem hún kannske hafði
einhvern tíma. Upplýstu nútíðarfólki séu öll trúarbrögð heimska
og hjátrú, eins og einn af vísindamönnum þessarar þjóðar
lýsti yfir í víðlesnasta blaði landsins fyrir skömmu. Sem sagt,
kirkjan sé aðeins fyrir heimskingja og hálfgerð nátttröll frá
löngu liðnum öldum, sem menntað fólk telji nú langt undir
sinni virðingu að fylgja.
Hins vegar eru svo hvarvetna reist skurðgoð, sem eru stein-
styttur af þessum eða hinum harðstjóra og einvalda aldarinn-
ar, sem taldir eru guðir þetta árið, en djöflar og brjáluð mann-
dýr næsta árið, og það af sömu mönnum og þjóðum.
Vissar stjórnmálaöfgar, sem nefndar eru ýmsum nöfnum
eftir velþóknun og hyggjuviti forystumanna hverju sinni, eru
svo prédikaðar sem trúarbrögð, því að eitthvað verður fólkið
að hafa til að trúa á, þegar Guð kirkjunnar er settur af og
byrgður í rykskýjum blekkinga og lyga, sem ganga nú undir
hinu fína nafni áróður.
Þessar öfgar eru jafnóhugnanlegar, hvort sem þær eru til
hægri eða vinstri, vesturs eða austurs, sem kallað er. Þær
ganga yfirleitt í þá átt að gera hlut manndýrkunarinnar sem
mestan og hlut kristindóms og kirkju sem minnstan. Ekki
þannig að ráðast beint gegn henni, síður en svo, Sumar öfg'
arnar í trúmálalífi stjórnmálanna flagga jafnvel með henm