Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 27

Kirkjuritið - 01.08.1960, Qupperneq 27
KIRKJURITIÐ 361 seti því yfir skýrt og skorinort, að hin socíaliska guðleysis- stefna „aþeismi“ skyldi framvegis vera ríkistrúarbrögð hins austurþýzka alþýðulýðveldis. Þannig er þá komið hag lútersku kirkjunnar í föðurlandi Marteins Lúthers, þar sem vagga mótmælendastefnunnar og siðaskiptanna stóð. Og þar teljast enn um 85 af hundraði fólks- ins til hinnar evangelisku kirkju. Ekki er því að leyna, að stjórnendurnir virðast í dálitlum vanda með helgisiði, sem komi í stað helgiathafna kirkjunnar, sem fólkið er vant og þráir í einhverri mynd. Og þá gerist það, sem fyrr er innt að. Þeir reyna að sníða sér helgisiði handa þegnunum eftir fordæmi kirkjunnar. Það eru beinlínis byggðir upp aþeiskir eða guðstrúarlausir helgisiðir til andstöðu gegn helgiathöfnum kirkjunnar, en til þess að svara trúarþörf fólksins. Og kemur þar auðvitað glöggt 1 Ijós og að góðu gagni, að kommúnismi hefur alltaf verið boð- aður öðrum þræði sem trúarbrögð og reynt að slá á viðkvæma tilfinningastrengi í hjörtum fólks, bæði trúarlega og þjóðern- islega. Þessi stjórnmálalega andstöðukirkja kvað nú þegar hafa sín tO boðorð, sínar eigin kirkjulegu eða ókirkjulegu athafnir, pré- hikara og sálusorgara, sem auðvitað eru ríkislaunaðir emb- ®ttismenn. Þessi menningarlega tilraun á upphaf sitt í nýrri borg, sem heitir Stalinstadt og hefur vaxið upp umhverfis stálverksmiðj- Ur við Oderfljótið. Hún var stofnuð 1951 og hefur nú um 20.000 íbúa. I þessari borg er ekkert og á ekkert að vera, sem minni á hapítaliska fortíð og því auðvitað engar kirkjur. En þar hefur horgarráðið samið heimsins fyrstu aþeisku eða guðleysis- helgisiði. Eyrst er þar socíalisk borgaraleg nafngjöf, þá socíalisk borg- araleg hjónavígsla, og svo auðvitað borgaraleg eða socíalisk otför. Auðvitað eiga allir þessir helgisiðir að bæta upp og koma 1 stað hliðstæðra kirkjulegra ritúala eða ceremonía. Þeta hefur allt verið prófað í Stalinstadt, en skal nú inn- leitt um allt Austur-Þýzkaland. I inngangsorðum þessarar nýju ,,helgisiðabókar“ er þess get- að hátindar og hátíðastundir mannsævinnar, fæðing, gift-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.